Erlent

Helmingur brúða undir lögaldri

Þá er ekki óalgengt að stúlkur séu gefnar í hjónaband í því skyni að leysa ágreining milli ættflokka og verða stúlkurnar þá eign fjölskyldunnar eða einstaklingsins sem fær hana afhenta. Fall harðlínustjórnar Talibana í Afghanistan 2001 markaði nýja tíma fyrir konur í Afganistan. Milljónir stúlkna hafa hafið skólagöngu og konur flykkst út á vinnumarkaðinn, sérstaklega í borgum landsins. Réttur kvenna var bættur í nýrri stjórnarskrá en ósjaldan er horft fram hjá lögunum. Ríkisstjórnin, undir stjórn Hamid Karzai forseta, hefur lítil völd í sumum héruðum landsins, sérstaklega afskekktum svæðum, og getur því ekki séð til þess að lögunum sé fylgt eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×