Innlent

Eldur í blokk í Hafnarfirði

stefán
Eldur kom upp í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur í tvö. Lögreglumenn í Hafnarfriði höfðu náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar bílar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang. Íbúar hússins slösuðust ekki og var þeim öllum gert að rýma átta íbúðir sem eru í stigaganginum. Talsverðar skemmdir urðu í íbúðinni, en ekki er vitað um eldsupptök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×