Flestir ánægðir með innflytjendur 19. ágúst 2005 00:01 Flestir Íslendingar eru tiltölulega ánægðir með innflytjendur hérlendis og áhrif þeirra á efnahagslífið, samkvæmt nýrri könnun Rauða kross Íslands. Þó vildi rúmur fimmtungur síður að múslímar byggju í nánd við þá. Gallup gerði könnun á viðhorfi Íslendinga til nokkurra minnihlutahópa fyrir Rauða kross Íslands í lok júlí og byrjun ágúst. Aðeins rúm fimm prósent svarenda töldu lífsgæði sín hafa versnað við fjölgun innflytjenda á Íslandi en nítján prósent að þau hefðu batnað. Meirihluti taldi þá einnig hafa haft góð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það var helst í nágrannaspurningunni sem neikvæðni í garð minnihlutahópa kom í ljós. Fimm og hálft prósent til sex og hálft prósent svarenda sagðist verða ósáttur ef samkynhneigt fólk, innflytjendur eða fólk sem væri búddatrúar byggi í næstu íbúð eða húsi við það. Hlutfallið stökk hins vegar upp á við þegar spurt var um geðfatlaða - tæp sautján prósent vildu ekki eiga geðfatlaðan einstakling að nágranna og enn fleiri, eða rúm tuttugu og tvö prósent vildu ekki hafa múslima í næsta nágrenni við heimili sitt. Hver er skýringin á þessu? Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir að gagnvart múslimum þá er umræðan um þá þannig að fólki stendur ógn af þeim þar sem múslímar eru tengdir við hryðjuverk. Sigrún segir það vera ákveðin vonbrigði að geðfatlaðir búi við þessa fordóma og hún sagði að þar hefði einnig verið lítill munur á milli menntunar, búsetu, aldur, kyns og tekna fólks. Í könnunum á viðhorfi nemenda í níunda og tíunda bekk hefur hlutfall þeirra sem líta innflytjendur neikvæðum augum farið hækkandi undanfarin ár. Rauði kross Íslands ætlar að hleypa af stokkunum átaki í þessum málum undir yfirskriftinni Byggjum betra samfélag, og verður það gert með formlegum hætti á Menningarnótt, með fjöldagöngu niður Hverfisgötuna, sem endar á rokktónleikum á Hafnarbakkanum. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Flestir Íslendingar eru tiltölulega ánægðir með innflytjendur hérlendis og áhrif þeirra á efnahagslífið, samkvæmt nýrri könnun Rauða kross Íslands. Þó vildi rúmur fimmtungur síður að múslímar byggju í nánd við þá. Gallup gerði könnun á viðhorfi Íslendinga til nokkurra minnihlutahópa fyrir Rauða kross Íslands í lok júlí og byrjun ágúst. Aðeins rúm fimm prósent svarenda töldu lífsgæði sín hafa versnað við fjölgun innflytjenda á Íslandi en nítján prósent að þau hefðu batnað. Meirihluti taldi þá einnig hafa haft góð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það var helst í nágrannaspurningunni sem neikvæðni í garð minnihlutahópa kom í ljós. Fimm og hálft prósent til sex og hálft prósent svarenda sagðist verða ósáttur ef samkynhneigt fólk, innflytjendur eða fólk sem væri búddatrúar byggi í næstu íbúð eða húsi við það. Hlutfallið stökk hins vegar upp á við þegar spurt var um geðfatlaða - tæp sautján prósent vildu ekki eiga geðfatlaðan einstakling að nágranna og enn fleiri, eða rúm tuttugu og tvö prósent vildu ekki hafa múslima í næsta nágrenni við heimili sitt. Hver er skýringin á þessu? Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir að gagnvart múslimum þá er umræðan um þá þannig að fólki stendur ógn af þeim þar sem múslímar eru tengdir við hryðjuverk. Sigrún segir það vera ákveðin vonbrigði að geðfatlaðir búi við þessa fordóma og hún sagði að þar hefði einnig verið lítill munur á milli menntunar, búsetu, aldur, kyns og tekna fólks. Í könnunum á viðhorfi nemenda í níunda og tíunda bekk hefur hlutfall þeirra sem líta innflytjendur neikvæðum augum farið hækkandi undanfarin ár. Rauði kross Íslands ætlar að hleypa af stokkunum átaki í þessum málum undir yfirskriftinni Byggjum betra samfélag, og verður það gert með formlegum hætti á Menningarnótt, með fjöldagöngu niður Hverfisgötuna, sem endar á rokktónleikum á Hafnarbakkanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira