Innlent

Nemendum fer hægt fjölgandi

Leiða má líkum að um 105 þúsund einstaklingar hefji nám í skólum landsins í næstu viku en flestir skólar hefja starfsemi sína þá eftir sumarfrí. Voru nemendur alls tæp 104 þúsund talsins á öllum skólastigum í fyrrahaust en allmargir skólar hafa tilkynnt um aukinn fjölda nemenda milli ára. Hagstofa Íslands heldur utan um fjölda námsmanna á Íslandi sem og fjölda þeirra Íslendinga sem sækja nám erlendis. Samkvæmt þeirra tölum voru rúm 44 þúsund einstaklingar í grunnskólum landsins á síðustu haustönn. 24 þúsund námu við mennta- og fjölbrautarskóla eða aðra sérskóla á menntaskólastigi. Tæp 17 þúsund börn voru í leikskólum landsins og rúmlega tvö þúsund sóttu nám erlendis. Lítilleg aukning er fyrirsjáanleg í grunnskólum landsins miðað við fjölda barna á grunnskólaaldri og fjöldi þeirra er leggja stund á nám í mennta og háskólum eykst einnig. Fjöldi nýnema við Háskólann í Reykjavík hefur aldrei verið meiri og sömu sögu er að segja af Háskólanum á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×