Fleiri fréttir

Lausn í sjónmáli

Háskólinn á Akureyri og Menntamálaráðuneytið hafa gert með sér drög að samkomulagi til að leysa fjárhagsvanda Háskólans.

Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri

Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega.

Tuttugu og sex létust

26 létust og 50 slösuðust í sjálfsmorðsárásum í Bagdad og Hillah í Írak í gær. Einn sprengjumannanna sprengdi sig í loft upp í hópi áhorfenda og lögreglu sem hafði safnast saman þar sem annar hafði sprengt sig nokkru áður.

Kona vígir sig til prests

Frönsk kona tók þá áhættu á að verða gerð útlæg úr kaþólsku kirkjunni með því að vígja sjálfa sig til prests. Genevieve Beney og nokkrar aðrar konur héldu litla athöfn á báti í þeim tilgangi að draga athygli að reglu kaþólsku kirkjunnar að banna konum að vera prestar.

Aukið samstarf gæslunnar við BNA

Bandarískur aðmíráll boðar aukið samstarf bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslunnar hér á landi. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að nú þegar sé allnokkurt samstarf á milli gæslnanna, sérstaklega á sviði þjálfunar og menntunar, auk þess sem skipst sé á upplýsingum um skipaferðir. 

Önnur Dornier í flota Landsflugs

Önnur Dornier 328 flugvél hefur bæst í flota Landsflugs en vélin verður notuð í innanlandsflugi. Forsvarsmenn félagsins segja mikla spurn eftir leiguflugi innanlands eina helstu ástæðuna fyrir kaupunum á vélinni.

Ofvitinn og Druslan í Skorradal

Ekki er ólíklegt að Ofvitinn og Druslan verði á Indriðastöðum í Skorradal um helgina, eina stærstu ferðahelgi ársins, en þangað stefnir Félag húsbílaeigenda í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 kynnti sér ferðir þessara tveggja ásamt fjölda annarra húsbíla sem bera álíka skemmtileg nöfn en alls eru húsbílaeigendur hér á landi orðnir 800 talsins.

Mótmæli vegna fundar G8 í Edinborg

Íbúar Edinborgar í Skotlandi eru komnir á fullt í undirbúningi fyrir mótmæli vegna funds fulltrúa G8-ríkjanna svokölluðu í borginni í næstu viku. 

Flytja lax upp fyrir Elliðavatn

Til stendur að flytja 20 hrygningarpör úr Elliðaám upp fyrir Elliðavatn í Suðurá og Hólmsá. Ástæðan er sú að sífellt hrygna færri laxar á þessum slóðum og þykir fiskifræðingum það áhyggjuefni.

Miklu munar á verslunum

Úrval af lífrænum matvörum í verslunum hér er takmarkað og vörurnar mun dýrari en hefðbundnar matvörur, samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands.

Annar ekki eftirspurn

"Umsóknir um skólavist í Menntaskólanum Hraðbraut voru á annað hundrað, en við getum ekki tekið við nema rétt rúmlega 80 nemendum. Ljóst er því að við getum ekki tekið við nema rúmlega helmingi umsækjenda," segir Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbraut.

Beinbrotinn eftir bílveltu

Farþegi beinbrotnaði þegar ökumaður um tvítugt missti stjórn á fólksbifreið norðan Akrafjalls á Vesturlandsvegi við Borgarnes. Bifreiðin valt. Lögreglan grunar ökumanninn og farþegann um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Sjö vikna deilu lokið

Sjö vikna verkfalli starfsmanna í pappírsiðnaðinum og verkbönnum af hálfu vinnuveitenda lauk í gær þegar verkalýðsforkólfar og atvinnurekendur samþykktu þriggja ára kjarasamning.

Tvær kærur felldar niður

Ríkissaksóknari úrskurðar innan mánaðar hvort kærur á Sandgerðisbæ verði teknar til greina eftir að Sýslumaðurinn í Keflavík vísaði þeim frá.

Vissu ekki um fréttatilkynningu

Fulltrúar þýska bankans Hauck & Aufhäuser heyrðu fyrst af opinberri umræðu um bankann á Íslandi síðastliðinn miðvikudag. Tilkynning frá þýska bankanum var send fjölmiðlum síðasta mánudag.

Ákæra birt

Ríkissaksóknari birti í gær karlmanni á þrítugsaldri ákæru fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Karlmaður á sextugsaldri beið bana í árásinni sem átti sér stað á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ.

Viðgerð frestað til sunnudags

Viðgerð á Farice-sæstrengnum, sem rofnaði við Edinborg í Skotlandi í gær og olli töf og truflun á talsímaumferð og netsambandi héðan við útlönd í gærmorgun, mun líklega ekki fara fram fyrr en aðfararnótt sunnudags.

Maersk Air komið í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Danskir fjölmiðlar greina frá því að eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, hafi keypt Maersk Air af A.P. Möller.

Dauðadómur

Marcus Wesson, 58 ára karlmaður sem fundinn hefur verið sekur um að hafa myrt níu börn sín, var í gær dæmdur til dauða. Wesson, var handtekinn í fyrra eftir að níu lík, öll með samskonar skotsár, fundust á heimili hans í Fresno.

Annmarkar á minnisblaði

Verulegir annmarkar eru á minnisblaði Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, til að taka þátt í söluferli á Búnaðarbankanum, að mati tveggja hæstaréttarlögmanna, sem stjórnarandstaðan bað um álitsgerð um málið.

Hvíta húsið rýmt

Þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum var rýmt sem og Hvíta húsið og George Bush, Bandaríkjaforseti fluttur á öruggan stað, er einkaflugvél flaug inn á bannsvæði í borginni í morgun.

Dregið úr ofbeldi í Guantanamo

Yfirmaður í Guantanamo fangelsinu á Kúbu, sagði í gær að aðeins lítill hluti starfsmanna fangelsisins hefði komið illa fram við fangana. Hann sagði að af þeim þúsundum yfirheyrslna sem þar hafi farið fram, sé í raun aðeins hægt að tala um tíu skipti sem fangar hefðu verið beittir ofbeldi.

Engar upplýsingar um fangaskip

Bandarísk stjórnvöld segja að engar upplýsingar séu fyrir hendi sem styðji ásakanir um að Bandaríkin haldi grunuðum hryðjuverkamönnum sem föngum um borð í skipum sínum víðs vegar um höf.

Hótel sprengt í Bagdad

Mildi þykir að enginn lést er sprengjuárás var gerð á Babylon hótelið í miðborg Baghdad, höfuðborgar Íraks í gærkvöldi. Einn særðist í árásinni en þó ekki lífshættulega að því er framkvæmdastjóri hótelsins sagði í samtali við AP-fréttastofuna.

Schwarzenegger með lítið fylgi

Meirihluti Kaliforníubúa vill ekki sjá Arnold Schwarzenegger endurkjörinn sem fylkisstjóra en kosningar fara fram á næsta ári. Fylgi Repúblikana í fylkinu hefur farið minnkandi að undanförnu samkvæmt síðustu skoðanakönnunum.

Ungverjar án þjóðarréttar í bili

Skelfingarástand ríkir í Ungverjalandi eftir að yfirvöld fundu og sendu til baka heilt tonn af paprikudufti frá Slóvakíu. Hátt magn eiturefna fannst í kryddinu sem er bráðnauðsynlegt til að elda almennilegt gúllas, þjóðarrétt Ungverjalands.

Enginn bjór, enginn matur

Hádegisverðarfundi belgískra þingmanna með kollegum frá Íran var í morgun frestað. Þetta væri ekki í frásögur færandi væri ástæðan ekki með óvenjulegri hætti.

Essó vill sektir felldar niður

Eignarhaldsfélagið Ker, sem á olíufélagið Essó, ætlar í dag að stefna ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá sektir fyrir ólöglegt samráð felldar niður, þar sem ný skoðun leiði í ljós að félagið hafi ekkert grætt á samráðinu.

Lögreglumenn sekta sem aldrei fyrr

Lögreglumenn um allt land biðu ekki boðana í gær, eftir að skrifað hafði verið undir samning Ríkislögreglustjóra og Umferðarstofu um stórhert eftirlit á þjóðvegunum næstu þrjá mánuðina, og stöðvuðu og sektuðu tugi ökumanna.

SÍF selur hlutabréf

SÍF hagnaðist um fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna þegar félagið seldi í dag hlutabréf í gamla keppinautnum SH sem nú kallast Icelandic Group. Þetta eru hlutabréf sem félagið fékk við sameiningu Sjóvíkur og SH.

Heimsókn Taívana ergir Kínverja

Kínverjar eru æfir vegna komu utanríkisráðherra Taívans hingað til lands í dag og hafa í hótunum. Kínverska sendiráðið leitar allra leiða til að koma í veg fyrir heimsóknina. Sendinefnd frá Taívan með utanríkisráðherrann Dr. Tan Sun Chen í broddi fylkingar er væntanleg hingað til lands í dag.

Maersk Air í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Um leið er orðið til fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það var eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, sem keypti Maersk Air af A.P. Möller.

Essó og Skeljungur lækka verð

Essó og Skeljungur lækkuðu í morgun verð á bensíni um eina krónu á lítrann og er algengt sjálfsafgreiðsluverð á stöðvum þeirra nú rúmar 109 krónur. Hækkkun um krónu á þriðjudag er því gengin til baka og eru þessar sveiflur íslensku félaganna nálægt því að vera eins og sveiflur á heimsmarkaðsverði þessa dagana.

Rektorsskipti við Háskóla Íslands

Rektorsskipti verða við Háskóla Íslands í dag þegar Kristín Ingólfsdóttir prófessor tekur við starfi rektors af Páli Skúlasyni sem gengt hefur stöðunni frá árinu 1997. Kristín er með doktorspróf í lyfjafræði og verður hún fyrsta konan til að gegna rektorsembætti við Háskóla Íslands.

Vísitala neysluverðs fer hækkandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um núll komma sjötíu og eitt prósent í júní frá fyrra mánuði og hefur hækkað um samtals 2,8 prósent á 12 mánuðum. Hækkunin síðustu þrjá mánuði jafngildir ársverðbólgu upp á eitt og hálft prósent.

OR utan við staðsetningardeilur

Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki blanda sér í umræður um staðsetningu nýrra álvera á landsbyggðinni þegar forstjóranum var meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu við Norðurál um orkusölu til nýs álvers í Helguvík. Orkuveitan skrifaði í gær undir 60 milljarða króna samning við Alcan á Íslandi og full sátt var um málið innan stjórnar Orkuveitunnar.

Kögun selur hlut í Opnum kerfum

Kögun seldi í dag allan hlut sinn í Opnum Kerfum group til eignarhaldsfélagsins Opin Kerfi Group holding. Eigendur eignarhaldsfélagsins eru auk Kögunar. Iða fjárfestingafélag sem er í eigu KEA og Straums fjárfestingabanka.

Menningartengt heilsuhótel?

Það stendur til að loka Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg og selja húsið hæstbjóðanda. Viðmælendum Fréttablaðsins datt helst í hug að hótel, leikhús, bókasafn eða heilsuhæli gætu verið þar til húsa í framtíðinni. </font /></b />

Yfirtökunefnd stofnuð

Mikil þörf er á starfi yfirtökunefndar að mati forstjóra Kauphallar Íslands, en nefndin tekur til starfa á morgun. Nefndinni er ætlað að fjalla um yfirtökur fyrirtækja og álitaefni tengd þeim. Um leið og nefndin tekur til starfa taka ný lög um verðbréfaviðskipti gildi.

Hestamannamót á Kaldármelum

Fjórðungsmót vestlenskra og vestfirskra hestamanna hefst á Kaldármelum í dag og eru um það bil 250 hross skráð til keppni. Þar verða meðal annars tölt- og skeiðkeppnir, opnar hrossum og knöpum úr öllum landsfjórðungum og ræktunar-og kynbótasýningar. Mótshaldarar búast við allt að tvö þúsund og fimm hundruð gestum.

Met í flugumferð

Vel yfir 500 flugvélar munu fara í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið fram að miðnætti sem er íslandsmet. Það sem ræður mestu um þessa miklu umferð eru hagstæðir háloftavindar á íslenska flugstjórnarsvæðinu fyrir flugvélar á leið vestur yfir Atlantshaf.

Réttindi samkynhneigðra

Össur Skarphéðinsson vill að á næsta þingi verði lögum breytt til að leyfa frumættleiðingar samkynhneigðra og kirkjuvígslu á hjónaböndum þeirra. Þetta sagði Össur í pistil á síðu sinni, Ossur.hexia.net. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé gróf mismunun gagnvart samkynhneigðum að þeir fái ekki að helga hjónaband sitt frammi fyrir guði ef að þeir eru trúaðir og óska þess," sagði Össur í samtali við Fréttablaðið.

Tvö hús grafin úr ösku

Tvö hús sem fóru á kaf í ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973 verða grafin upp á vegum Vestmannabæjar í sumar með styrk frá Ferðamálaráði Íslands. Bærinn hefur keypt tíu hús sem fóru undir ösku í gosinu og er stefnt að því að grafa þau öll upp næstu tíu árin.

Bretinn mætti einn fyrir dóm

Paul Geoffrey Gill, 33 ára gamall Breti, mætti einn til þingfestingar máls á hendur honum og tveimur Íslendingum, Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Íslendingarnir eru sagðir vera í mótmælatjaldi við Kárahnjúka.

Sjá næstu 50 fréttir