Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. september 2025 21:33 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands fagnar breytingum á örorkulífeyriskerfinu en segir félagið ekki hætt að berjast fyrir auknum réttindum örorkulífeyrisþega. Vísir/Arnar Halldórsson Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri nú en síðustu mánaðamót. Inga Sæland félags-og húsnæðismálaráðherra segir að fólk sem hafi verið fast í fátæktargildru fái flestar krónur í vasann. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri örorku-og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun í morgun þegar nýtt glænýtt kerfi var tekið í gagnið í fyrsta skipti. Nýtt örorku - og endurhæfingarkerfi var kynnt í Grósku sem á að vera einfaldara, skilvirkara gagnsærra og réttlátara en fyrri kerfi. Í stað þess að einblína á hvað er að er fyrst og fremst horft á hvað viðkomandi getur gert og við hvaða aðstæður. Tuttugu milljarðar verða aukalega lagðir í kerfið til hækkunar. Þegar hefur verið gert ráð fyrir þeirri fjármögnun í fjárlögum þessa árs og verður að sögn Ingu að auki komandi ára. Nýtt frítekjumark fyrir fólk sem er með hlutaörorkulífeyri nemur nú 350 þúsund krónum. „Þar til við náum þeim áfanga að allir fái 450 þúsund krónur skatta- og skerðingarlaust er ég búin að tryggja að það verður jólabónus greiddur aukalega í desember á hverju ári. Það er skatta- og skerðingarlaus eingreiðsla sem kemur í desember,“ segir Inga. Tíminn leiði í ljós hvernig gengur Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir breytinguna stór tímamót. Hún tekur undir með Ingu um að kerfið sé manneskjulegra og aukið tillit sé tekið til þeirra sem þurfa að nýta sér almannatryggingakerfið. „Við höfum lengi barist fyrir því að kerfið verði einfaldað og gert skilvirkara, og mér sýnist það hafa tekist til. En svo þarf tíminn náttúrlega að leiða í ljós hvernig þetta fer. En auðvitað fögnum við því að þessum áfanga hafi verið náð.“ Er eitthvað sem þú hefðir vilja sjá gert öðruvísi? „Jájá, og við skrifuðum margar athugasemdir og umsagnir og áttum marga fundi með nefndarmönnum á nefndarsviði Alþingis, ráðuneytisstarfsmönnum og þeim sem koma til með að sinna þessu. Við bentum á að það var ýmislegt sem við hefðum viljað sjá tekið til greina,“ segir Alma. Hún nefnir atriði í almannatryggingalöggjöfinni, til dæmis tekjutengingu við fjármagnstekjur maka og víxlverkun á greiðslum úr lífeyrissjóðum. „Það er eitthvað sem við munum koma til með að halda áfram að berjast fyrir.“ „Breyting og bylting“ Fjöldi fólks úr stjórnsýslu og opinbera kerfinu fylgdust með kynningu á nýja kerfinu í morgun. Margir töluðu um að hér væri um byltingu að ræða. „Nú er verið að meta einstaklinga út frá getu þeirra, hvað eru þeir tilbúnir og hvaða styrkleika hafa þeir? Hvar liggur áhugasviðið til þess að taka þátt á hinum almenna vinnumarkaði? Í því felst þetta, það er búið að hækka frítekjumarkið og breyta kerfinu þannig að það er mun sveigjanlegra en það var. Þetta er mikil breyting og bylting,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tekur í sama streng. „Þetta er mjög mikil breyting og mjög jákvæð breyting fyrir okkar skjólstæðinga. Að þeim bjóðist að taka þátt í lífinu og hafi fleiri úrræði.“ Vinnumarkaður Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Inga Sæland félags-og húsnæðismálaráðherra segir að fólk sem hafi verið fast í fátæktargildru fái flestar krónur í vasann. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri örorku-og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun í morgun þegar nýtt glænýtt kerfi var tekið í gagnið í fyrsta skipti. Nýtt örorku - og endurhæfingarkerfi var kynnt í Grósku sem á að vera einfaldara, skilvirkara gagnsærra og réttlátara en fyrri kerfi. Í stað þess að einblína á hvað er að er fyrst og fremst horft á hvað viðkomandi getur gert og við hvaða aðstæður. Tuttugu milljarðar verða aukalega lagðir í kerfið til hækkunar. Þegar hefur verið gert ráð fyrir þeirri fjármögnun í fjárlögum þessa árs og verður að sögn Ingu að auki komandi ára. Nýtt frítekjumark fyrir fólk sem er með hlutaörorkulífeyri nemur nú 350 þúsund krónum. „Þar til við náum þeim áfanga að allir fái 450 þúsund krónur skatta- og skerðingarlaust er ég búin að tryggja að það verður jólabónus greiddur aukalega í desember á hverju ári. Það er skatta- og skerðingarlaus eingreiðsla sem kemur í desember,“ segir Inga. Tíminn leiði í ljós hvernig gengur Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir breytinguna stór tímamót. Hún tekur undir með Ingu um að kerfið sé manneskjulegra og aukið tillit sé tekið til þeirra sem þurfa að nýta sér almannatryggingakerfið. „Við höfum lengi barist fyrir því að kerfið verði einfaldað og gert skilvirkara, og mér sýnist það hafa tekist til. En svo þarf tíminn náttúrlega að leiða í ljós hvernig þetta fer. En auðvitað fögnum við því að þessum áfanga hafi verið náð.“ Er eitthvað sem þú hefðir vilja sjá gert öðruvísi? „Jájá, og við skrifuðum margar athugasemdir og umsagnir og áttum marga fundi með nefndarmönnum á nefndarsviði Alþingis, ráðuneytisstarfsmönnum og þeim sem koma til með að sinna þessu. Við bentum á að það var ýmislegt sem við hefðum viljað sjá tekið til greina,“ segir Alma. Hún nefnir atriði í almannatryggingalöggjöfinni, til dæmis tekjutengingu við fjármagnstekjur maka og víxlverkun á greiðslum úr lífeyrissjóðum. „Það er eitthvað sem við munum koma til með að halda áfram að berjast fyrir.“ „Breyting og bylting“ Fjöldi fólks úr stjórnsýslu og opinbera kerfinu fylgdust með kynningu á nýja kerfinu í morgun. Margir töluðu um að hér væri um byltingu að ræða. „Nú er verið að meta einstaklinga út frá getu þeirra, hvað eru þeir tilbúnir og hvaða styrkleika hafa þeir? Hvar liggur áhugasviðið til þess að taka þátt á hinum almenna vinnumarkaði? Í því felst þetta, það er búið að hækka frítekjumarkið og breyta kerfinu þannig að það er mun sveigjanlegra en það var. Þetta er mikil breyting og bylting,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tekur í sama streng. „Þetta er mjög mikil breyting og mjög jákvæð breyting fyrir okkar skjólstæðinga. Að þeim bjóðist að taka þátt í lífinu og hafi fleiri úrræði.“
Vinnumarkaður Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira