Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. september 2025 22:14 Á síðustu dögum hafa verið mikil flóð á svæðinu, sem hrundu af stað fjölmörgum aurskriðum, sem hefur heft aðgengi til muna. EPA Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð. Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð.
Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira