„Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2025 07:19 Sérfræðingar segja fyrirætlanirnar sem Washington Post greindi frá um helgina algjörlega fráleitar. Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira