Fótbolti

Leik Leeds og Arsenal var frestað tímabundið vegna rafmagnsleysis

Atli Arason skrifar
Chris Kavanagh viður leikmenn að yfirgefa völlinn á meðan verið er að vinna í lausnum á rafmagnsleysi á Elland Road.
Chris Kavanagh viður leikmenn að yfirgefa völlinn á meðan verið er að vinna í lausnum á rafmagnsleysi á Elland Road. Getty Images

Stuttu eftir að leikur Leeds og Arsenal var flautaður á var hann aftur stöðvaður mínútu seinna vegna tæknilegra vandamála. Leikurinn hófst svo loksins aftur rúmum 40 mínútum síðar.

Það virðist sem rafmagnsleysis á Elland Road, heimavelli Leeds, sé orsökin fyrir töfinni. Chris Kavanagh, dómari leiksins, náði þá ekki samskiptum við restina af dómarateyminu né myndbandsdómgæslu í Stockley Park. Þá var marklínutæknin heldur ekki virk.

Eftir smá japl, jaml og fuður ákvað Kavanagh að senda leikmenn liðsins aftur til búningsherbergja þangað til að búið væri að leysa vandamálið. 

Uppfært klukkan 13:41:

Leikurinn hefur verið flautaður aftur á og hefst á innkasti Leeds á 1. mínútu og 11. sekúndu. Leiknum seinkaði alls um rúmar 40 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×