Fótbolti

Rafmagns­laust í Slóvakíu og leikur Ís­lands stöðvaður tíma­bundið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elín Metta Jensen er í byrjunarliði Íslands í kvöld.
Elín Metta Jensen er í byrjunarliði Íslands í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er að spila við Slóvakíu í þessum skrifuðu orðum á útivelli í undankeppni EM. Þegar síðari hálfleikur var nýhafinn sló hins vegar rafmagn vallarins út og leikurinn því stöðvaður í dágóða stund.

Leikurinn er farinn af stað aftur en íslenska liðið hóf síðari hálfleik af miklum krafti enda 1-0 undir eftir slakan fyrri hálfleik. Íslenska liðið þarf sigur í Slóvakíu til að eiga möguleika á að komast á EM.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.