Fótbolti

Svona var lokaumferðin í Meistara­deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
36 lið lögðu leið sína að Meistaradeildartitlinum í haust en aðeins 24 þeirra komast áfram í næstu umferð. 
36 lið lögðu leið sína að Meistaradeildartitlinum í haust en aðeins 24 þeirra komast áfram í næstu umferð.  Michael Regan/Getty Images

Vísir fylgdist með öllu því helsta sem gerðist í öllum átján leikjunum í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Sviptingar urðu á síðustu stundu og stórlið sitja eftir í umsspilssætunum. 

Stöðutöfluna má finna í vaktinni neðst í fréttinni. 

Sporting komst áfram á kostnað stórliða

Sporting sótti dramatískan 3-2 sigur á útivelli gegn Athletic Bilbao. Sporting lenti tvisvar undir en jafnaði í bæði skipti og Alisson Santos tryggði þeim sigurinn á fjórða mínútu uppbótartímans.

Með sigrinum stökk Sporting upp í 7. sætið en skildi Real Madrid, Inter, PSG og Newcastle eftir í umspilssætum.

City þakkar Newcastle og PSG fyrir jafnteflið

Manchester City slefaði naumlega inn í efstu átta sætin, með 2-0 sigri gegn Galatasaray og öðrum hagstæðum úrslitum. City menn vissu að þeir þyrftu að vinna og treysta á að liðin fyrir ofan myndu tapa stigum.

Þeim varð að ósk sinni, Newcastle og PSG skildu jöfn 1-1 og þannig stakk City sér fram fyrir.

Erling Haaland skoraði fyrra mark City gegn Galatasaray og Jeremy Doku tvöfaldaði forystuna.

Í leik PSG og Newcastle bætti Vitinha upp fyrir vítaklúður Ousmané Dembélé og tók foyrstuna fyrir PSG. Joe Willock jafnaði svo fyrir Newcastle, og hélt að hann hefði skorað sigurmarkið en það var dæmt af.

Markmaðurinn tryggði Benfica áfram og Bodö/Glimt vann í Madríd

Topp þrír breyttust ekki en Tottenham tók fjórða sætið

Arsenal (3-2 gegn Kairat), Bayern (2-1 á útivelli gegn PSV) og Liverpool (6-0 gegn Qarabag) héldu efstu þremur sætunum.

Tottenham tók hins vegar stökk upp í fjórða sætið, þökk sé 2-0 sigri á útivelli gegn Frankfurt og tapi Real Madrid gegn Benfica.

Framherjarnir Randall Kolo Muani og Dominic Solanke skoruðu mörk Tottenham í seinni hálfleik.

Viktor Bjarki var ekki nóg fyrir FCK

Viktor Bjarki Daðason skoraði fyrir FCK á fjórðu mínútu gegn Barcelona en markið dugði skammt því heimamenn áttu eftir að setja fjögur í seinni hálfleik.

Barcelona vann leikinn 4-1 og sendi FCK úr keppni.

Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan og allar færslur kvöldsins, ásamt stöðutöflu, má finna þar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×