Innlent

Sjálf­stæðis­menn mynda banda­lag á Akur­eyri

Jón Þór Stefánsson skrifar
Heimir Örn og Berglind Ósk höfðu bæðis sóst eftir oddvitasætinu en stilla nú saman strengi sína.
Heimir Örn og Berglind Ósk höfðu bæðis sóst eftir oddvitasætinu en stilla nú saman strengi sína. Vísir/Vilhelm

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Heimir Örn Árnason, sitjandi oddviti flokksins á Akureyri og formaður bæjarráðs, ætla að styðja hvort annað í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind mun styðja Heimi í annað sæti lista flokksins og Heimir mun styðja að Berglind fái oddvitasætið.

Heimir og Berglind greina frá bandalagi sínu í færslu á Facebook, en áður höfðu þau bæði sóst eftir oddvitasætinu.

„Þessi ákvörðun er ekki tekin af léttúð heldur byggir á sameiginlegri sýn á það sem skiptir Akureyri mestu máli,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

„Við trúum bæði á gildi liðsheildar. Enginn einn einstaklingur er stærri en verkefnið eða flokkurinn sjálfur. Þvert á móti er það samspil fólks með ólíka reynslu, styrkleika og bakgrunn sem skapar sterkan heildarkraft. Endurnýjun og reynsla þurfa að fara hönd í hönd; þar liggur styrkurinn. Þegar traust ríkir og teymisvinna er höfð að leiðarljósi verða ákvarðanir betri og niðurstöðurnar skila sér til samfélagsins.“

Röðunarfundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fer fram 7. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×