Fótbolti

Ás­dís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ásdís Karen Halldórsdóttir var á hægri kantinum hjá Braga. 
Ásdís Karen Halldórsdóttir var á hægri kantinum hjá Braga.  sc braga

Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Braga og lagði upp annað markið í 3-0 sigri á útivelli gegn Damaiense, botnliði portúgölsku úrvalsdeildarinnar. 

Ásdís var á hægri kantinum hjá Braga og lagði upp mark fyrir vinstri kantmanninn Ritu Melo, sem var komin með tvennu á 29. mínútu. Framherjinn Malu Schmidt skoraði síðan þriðja mark Braga á 76. mínútu og gulltryggði sigurinn. 

Braga situr í 6. sæti deildarinn með 12 stig eftir 10 umferðir. Ásdís hefur byrjaði í átta leikjum, skorað eitt mark og nú lagt upp eitt. 

Guðrún Arnardóttir er nýfarin frá liðinu og spilaði sinn fyrsta leik með Hammarby í gær, í 4-0 sigri í æfingaleik gegn Norrköping. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×