Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. janúar 2026 22:05 Gabriel Jesus fagnar öðru marka sinna í 3-1 sigri Arsenal á San Siro í kvöld. Getty/Marco Mantovani Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld og hefur unnið sjö fyrstu leiki sína í keppninni. Arsenal vann 3-1 útisigur á Internazionale á San Siro og er nánast búið að tryggja sér efsta sætið með 21 stig og plús átján í markatölu (20-2) í fyrstu sjö leikjunum. Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus minnti á sig í kvöld með tveimur mörkum en hann er kominn sterkur inn í liðið eftir meiðsli. Brasilíumaðurinn fékk tækifærið og greip það með báðum höndum. Gabriel Jesus kom Arsenal í 1-0 á 10. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jurrien Timber og kom enska liðinu síðan aftur yfir á 31. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Petar Sucic jafnaði metin á 18. mínútu en Arsenal var 2-1 yfir í hálfleik. Viktor Gyökeres kom inn á völlinn sem varamaður fyrir Gabriel Jesus og innisiglaði sigurinn með þriðja markinu sex mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Bukayo Saka. Arsenal er langbesta liðið í Meistaradeildinni það sem af er en Inter á á hættu að falla úr efstu átta sætunum á miðvikudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld og hefur unnið sjö fyrstu leiki sína í keppninni. Arsenal vann 3-1 útisigur á Internazionale á San Siro og er nánast búið að tryggja sér efsta sætið með 21 stig og plús átján í markatölu (20-2) í fyrstu sjö leikjunum. Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus minnti á sig í kvöld með tveimur mörkum en hann er kominn sterkur inn í liðið eftir meiðsli. Brasilíumaðurinn fékk tækifærið og greip það með báðum höndum. Gabriel Jesus kom Arsenal í 1-0 á 10. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jurrien Timber og kom enska liðinu síðan aftur yfir á 31. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Petar Sucic jafnaði metin á 18. mínútu en Arsenal var 2-1 yfir í hálfleik. Viktor Gyökeres kom inn á völlinn sem varamaður fyrir Gabriel Jesus og innisiglaði sigurinn með þriðja markinu sex mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Bukayo Saka. Arsenal er langbesta liðið í Meistaradeildinni það sem af er en Inter á á hættu að falla úr efstu átta sætunum á miðvikudag.