Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2026 08:54 Donald Trump hvíslar í eyra Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Vísir/EPA Bandaríkjaforseti segist ekki lengur telja sig skyldugan til að hugsa aðeins um frið í heiminum eftir að hann hlaut ekki friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Þetta skrifar hann í bréfi til forsætisráðherra Noregs þar sem hann ítrekar hótanir vegna Grænlands. Bandarískur fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar greindi frá efni bréfs Trump til Jonas Gahr Støre í nótt. Norskir fjölmiðlar hafa síðan staðfest hjá þarlendum stjórnvöldum að bréfið sé ósvikið, enda er efni þess með nokkrum ólíkindum, jafnvel á mælikvarða bandaríska forsetans. „Kæri Jonas: Í ljósi þess að landið þitt ákvað að gefa mér ekki friðarverðlaun Nóbels fyrir að stoppa átta stríð PLÚS, finnst mér ég ekki lengur skyldugur til þess að hugsa aðeins um frið, þó að hann verði alltaf í fyrirrúmi, en í staðinn get ég hugsað um hvað er gott og rétt fyrir Bandaríkin,“ skrifar Trump í bréfinu sem PBS segir að hafi verið áframsent á sendiherra fjölda Evrópuríkja í Washington-borg. Færsla blaðamanns PBS í Bandaríkjunum um bréf Bandaríkjaforseta til forsætisráðherra Noregs um Grænland og friðarverðlaun Nóbels, 19. janúar 2026.Skjáskot Norska ríkisútvarpið bendir á að Trump virðist haldinn þeim misskilningi að það séu norsk stjórnvöld sem útdeili friðarverðlaununum. Það sé norska Nóbelsnefndin sem gerir það. Norska þingið tilnefnir nefndarmennina. Svar við tilraun til að draga úr spennunni Støre segir að bréfið hafi verið svar við skilaboðum sem hann sendi bandaríska forsetanum fyrir hönd sín og Alexanders Stubb, forseta Finnlands, þar sem þeir mótmæltu refsitollum sem Trump ætlar að leggja á ríki sem standa gegn honum varðandi Grænland. „Við bentum á nauðsyn þess að draga úr orðaskakinu og óskuðum eftir símtali á milli Trump, Stubb og mín um daginn,“ segir norski forsætisráðherrann. Þessi skilaboð virðast hafa farið ofan garðs og neðan hjá Trump því í svarbréfinu endurtekur hann hótanir sínar um Grænland og véfengir enn yfirráðarétt Danmerkur yfir landssvæðinu. „Danmörk getur ekki varið þetta land fyrir Rússlandi eða Kína og hversu vegna hafa þeir „eignarrétt“ yfir höfuð? Það eru engin skrifleg gögn, það er bara að bátar þeirra lentu þar fyrir hundruðum ára, en við áttum líka báta sem lentu þar,“ skrifar Bandaríkjaforseti til norska forsætisráðherrans. Evrópskir ráðamenn sátu neyðarfundi um helgina vegna ákvörðunar Trump um refsitollana. Þeir eru meðal annars sagðir skoða að endurvekja tolla sem þeir ætluðu að leggja á bandarískar vörur til að svara verndartollum Trump á evrópskar vörur í fyrra. „Heimurinn er ekki öruggur nema við höfum fulla og algera stjórn á Grænlandi. Takk fyrir!“ skrifar Trump í bréfinu til Støre. Noregur Nóbelsverðlaun Donald Trump Bandaríkin Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Tengdar fréttir Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Talsmaður Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að forsætisráðherrann hafi talað við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma í dag. Ráðherran hafi sagt að það væri „rangt“ að leggja tolla á bandamenn sína fyrir það eitt að reyna að tryggja öryggi á norðurslóðum. 18. janúar 2026 20:20 Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ 18. janúar 2026 14:03 Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn. 18. janúar 2026 12:10 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Bandarískur fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar greindi frá efni bréfs Trump til Jonas Gahr Støre í nótt. Norskir fjölmiðlar hafa síðan staðfest hjá þarlendum stjórnvöldum að bréfið sé ósvikið, enda er efni þess með nokkrum ólíkindum, jafnvel á mælikvarða bandaríska forsetans. „Kæri Jonas: Í ljósi þess að landið þitt ákvað að gefa mér ekki friðarverðlaun Nóbels fyrir að stoppa átta stríð PLÚS, finnst mér ég ekki lengur skyldugur til þess að hugsa aðeins um frið, þó að hann verði alltaf í fyrirrúmi, en í staðinn get ég hugsað um hvað er gott og rétt fyrir Bandaríkin,“ skrifar Trump í bréfinu sem PBS segir að hafi verið áframsent á sendiherra fjölda Evrópuríkja í Washington-borg. Færsla blaðamanns PBS í Bandaríkjunum um bréf Bandaríkjaforseta til forsætisráðherra Noregs um Grænland og friðarverðlaun Nóbels, 19. janúar 2026.Skjáskot Norska ríkisútvarpið bendir á að Trump virðist haldinn þeim misskilningi að það séu norsk stjórnvöld sem útdeili friðarverðlaununum. Það sé norska Nóbelsnefndin sem gerir það. Norska þingið tilnefnir nefndarmennina. Svar við tilraun til að draga úr spennunni Støre segir að bréfið hafi verið svar við skilaboðum sem hann sendi bandaríska forsetanum fyrir hönd sín og Alexanders Stubb, forseta Finnlands, þar sem þeir mótmæltu refsitollum sem Trump ætlar að leggja á ríki sem standa gegn honum varðandi Grænland. „Við bentum á nauðsyn þess að draga úr orðaskakinu og óskuðum eftir símtali á milli Trump, Stubb og mín um daginn,“ segir norski forsætisráðherrann. Þessi skilaboð virðast hafa farið ofan garðs og neðan hjá Trump því í svarbréfinu endurtekur hann hótanir sínar um Grænland og véfengir enn yfirráðarétt Danmerkur yfir landssvæðinu. „Danmörk getur ekki varið þetta land fyrir Rússlandi eða Kína og hversu vegna hafa þeir „eignarrétt“ yfir höfuð? Það eru engin skrifleg gögn, það er bara að bátar þeirra lentu þar fyrir hundruðum ára, en við áttum líka báta sem lentu þar,“ skrifar Bandaríkjaforseti til norska forsætisráðherrans. Evrópskir ráðamenn sátu neyðarfundi um helgina vegna ákvörðunar Trump um refsitollana. Þeir eru meðal annars sagðir skoða að endurvekja tolla sem þeir ætluðu að leggja á bandarískar vörur til að svara verndartollum Trump á evrópskar vörur í fyrra. „Heimurinn er ekki öruggur nema við höfum fulla og algera stjórn á Grænlandi. Takk fyrir!“ skrifar Trump í bréfinu til Støre.
Noregur Nóbelsverðlaun Donald Trump Bandaríkin Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Tengdar fréttir Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Talsmaður Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að forsætisráðherrann hafi talað við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma í dag. Ráðherran hafi sagt að það væri „rangt“ að leggja tolla á bandamenn sína fyrir það eitt að reyna að tryggja öryggi á norðurslóðum. 18. janúar 2026 20:20 Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ 18. janúar 2026 14:03 Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn. 18. janúar 2026 12:10 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Talsmaður Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að forsætisráðherrann hafi talað við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma í dag. Ráðherran hafi sagt að það væri „rangt“ að leggja tolla á bandamenn sína fyrir það eitt að reyna að tryggja öryggi á norðurslóðum. 18. janúar 2026 20:20
Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni „Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“ 18. janúar 2026 14:03
Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn. 18. janúar 2026 12:10
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila