Fótbolti

Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon klæddi sig í markaskóna í undanúrslitum gríska bikarsins. 
Hörður Björgvin Magnússon klæddi sig í markaskóna í undanúrslitum gríska bikarsins.  Getty/Juan Manuel Serrano

Hörður Björgvin Magnússon skoraði fyrir Levadiakos í 2-0 sigri gegn Kifisia og Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 3-0 sigri gegn Aris. Sigurliðin eru komin áfram í undanúrslit gríska bikarsins.

Miðverðirnir voru áður báðir á mála hjá Panathinaikos en Hörður Björgvin skipti til Levadiakos fyrir tímabilið og var að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Hörður skoraði sitt mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Guillermo Balzi skoraði seinna markið í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Sverrir Ingi var um tíma kominn á varamannabekkinn hjá Panathinaikos en hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu eftir að þjálfari liðsins var rekinn og Rafa Benítez tók við störfum.

Sverrir hélt hreinu er Anastasios Bakasetas skoraði öll þrjú mörk liðsins í sigrinum gegn Aris.

PAOK og OFI eru einnig komin áfram í undanúrslit en ekki liggur fyrir hvaða lið munu mætast þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×