Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2026 22:00 Viktor Gyökeres skoraði og lagði upp fyrir Arsenal en liðið gat ekki haldið í tveggja marka forystu. Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images Arsenal vann 3-2 á útivelli gegn Chelsea og fer því með eins marks forystu í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. Viktor Gyökeres skoraði og lagði upp fyrir Skytturnar en Alejandro Garnacho skoraði tvennu fyrir Chelsea. Arsenal tók forystuna á 7. mínútu með marki upp úr hornspyrnu. Markmaðurinn Robert Sanchez missti þá af boltanum og Ben White skallaði inn sitt fyrsta mark í tæp tvö ár. Upp úr nánast engu skoraði svo Viktor Gyökeres annað mark Arsenal á 49. mínútu en Robert Sanchez missti boltann aftur úr greipum sér og leit mjög illa út í því marki. Þvert gegn gangi leiksins skoraði varamaðurinn Alejandro Garnacho fyrir Chelsea á 57. mínútu og minnkaði muninn. Arsenal var samt áfram með völdin á vellinum og Martin Zubimendi kom liðinu 3-1 yfir eftir stoðsendingu Viktor Gyökeres á 71. mínútu. En ólíkt því sem hefur sést í nánast allan vetur voru varnarmenn Arsenal eitthvað ráðavilltir í kvöld og aftur gleymdu þeir að dekka Alejandro Garnacho á fjærstönginni. Hann þakkaði fyrir það og minnkaði muninn í 3-2 á 83. mínútu. Arsenal fer því með eins marks forystu í stað tveggja á heimavöll sinn Emirates en liðin mætast aftur þann 3. febrúar. Enski boltinn
Arsenal vann 3-2 á útivelli gegn Chelsea og fer því með eins marks forystu í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. Viktor Gyökeres skoraði og lagði upp fyrir Skytturnar en Alejandro Garnacho skoraði tvennu fyrir Chelsea. Arsenal tók forystuna á 7. mínútu með marki upp úr hornspyrnu. Markmaðurinn Robert Sanchez missti þá af boltanum og Ben White skallaði inn sitt fyrsta mark í tæp tvö ár. Upp úr nánast engu skoraði svo Viktor Gyökeres annað mark Arsenal á 49. mínútu en Robert Sanchez missti boltann aftur úr greipum sér og leit mjög illa út í því marki. Þvert gegn gangi leiksins skoraði varamaðurinn Alejandro Garnacho fyrir Chelsea á 57. mínútu og minnkaði muninn. Arsenal var samt áfram með völdin á vellinum og Martin Zubimendi kom liðinu 3-1 yfir eftir stoðsendingu Viktor Gyökeres á 71. mínútu. En ólíkt því sem hefur sést í nánast allan vetur voru varnarmenn Arsenal eitthvað ráðavilltir í kvöld og aftur gleymdu þeir að dekka Alejandro Garnacho á fjærstönginni. Hann þakkaði fyrir það og minnkaði muninn í 3-2 á 83. mínútu. Arsenal fer því með eins marks forystu í stað tveggja á heimavöll sinn Emirates en liðin mætast aftur þann 3. febrúar.