Innlent

Ás­dís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðu­neytum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Ráðuneytisstjórarnir Ásdís Halla Bragadóttir og Erna Kristín Blöndal hafa skipst á ráðuneytum.
Ráðuneytisstjórarnir Ásdís Halla Bragadóttir og Erna Kristín Blöndal hafa skipst á ráðuneytum. Stjórnarráðið

Tveir ráðuneytisstjórar hafa verið færðir til á milli ráðuneyta í framhaldi af breytingum sem gerðar voru á ríkisstjórn um helgina. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi.

„Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Erna Kristín Blöndal ráðuneytisstjóri í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

Ásdís Halla var skipuð ráðuneytisstjóri félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í janúar 2025 og ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í apríl 2022. Erna Kristín var skipuð ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytisins í júní 2022,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Um helgina tók Inga Sæland við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Guðmundi Inga Kristinssyni en nú liggur fyrir að Ásdís Halla fylgir Ingu yfir í nýtt ráðuneyti úr félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Á móti tekur Erna Kristín við sem ráðuneytisstjóri í síðarnefnda ráðuneytinu þar sem Ragnar Þór Ingólfsson tekur við sem nýr ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×