Fótbolti

Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo átti ekki góðan leik með Al Nassr í toppslag á móti Al Ahli.
Cristiano Ronaldo átti ekki góðan leik með Al Nassr í toppslag á móti Al Ahli. Getty/Yasser Bakhsh

Árið 2026 byrjaði ekki vel fyrir Cristiano Ronaldo og félaga í Al-Nassr en í fyrsta leik ársins töpuðu þeir í fyrsta sinn í sádi-arabísku deildinni á þessu tímabili.

Al-Nassr tapaði 3-2 fyrir Al-Ahli og hleyptu þeim fyrir vikið aftur inn í titilbaráttuna.

Ronaldo náði ekki að skora í þessum fyrsta leik ársins en hann fékk heldur betur tækifæri til þess.

Myndband með dauðafæri Ronaldo í þessum leik fór á flug á netmiðlum enda trúa því margir ekki að þarna hafi verið á ferðinni markahæsti leikmaður allra tíma.

Ronaldo fékk þá laglega sendingu inn fyrir og hann var kominn í dauðafæri inni í vítateignum þegar allt fór úrskeiðis.

Í stað þess að leggja boltann fyrir sig og afgreiða hann í netið þá leit Cristiano Ronaldo hreinlega út eins og byrjandi í boltanum.

Boltinn flæktist fyrir honum og hann missti hann frá sér og til markvarðarins.

Ronaldo hefur skorað 957 mörk á ferlinum og vantar því bara 43 mörk til að ná að skora þúsund mörk í öllum keppnum á ferlinum. Hann ætlar ekki að hugsa um að hætta fyrr en hann nær því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×