Gray hetja Tottenham Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2025 18:25 Gray skoraði eina mark leiksins. Vince Mignott/MB Media/Getty Images Tottenham var án bæði Cristian Romero og Xavi Simons sem voru í leikbanni og þá eru Pape Matar Sarr og Yves Bissouma í Afríkukeppninni. Þrátt fyrir fjarveru þeirra var Tottenham sterkari aðilinn á Selhurst Park í kvöld. Richarlison virtist koma Spurs yfir eftir rúmlega stundarfjórðungsleik en myndbandsdómari dæmdi markið af. Undir lok fyrri hálfleiks tók Pedro Porro hornspyrnu sem fann höfuð Richarlison. Hann skallaði boltann inn á teiginn þar sem Archie Gray skallaði boltann í netið af stuttu færi. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Tottenham en í seinni hálfleik dæmdi myndbandsdómari annað mark af Richarlison sem átti ekki að fá að skora í dag. Það breytti litlu um niðurstöðuna. Tottenham vann leikinn 1-0 og er með 25 stig í ellefta sæti. Crystal Palace er í níunda sæti með 26 stig. Enski boltinn Tottenham Hotspur Crystal Palace FC
Tottenham var án bæði Cristian Romero og Xavi Simons sem voru í leikbanni og þá eru Pape Matar Sarr og Yves Bissouma í Afríkukeppninni. Þrátt fyrir fjarveru þeirra var Tottenham sterkari aðilinn á Selhurst Park í kvöld. Richarlison virtist koma Spurs yfir eftir rúmlega stundarfjórðungsleik en myndbandsdómari dæmdi markið af. Undir lok fyrri hálfleiks tók Pedro Porro hornspyrnu sem fann höfuð Richarlison. Hann skallaði boltann inn á teiginn þar sem Archie Gray skallaði boltann í netið af stuttu færi. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Tottenham en í seinni hálfleik dæmdi myndbandsdómari annað mark af Richarlison sem átti ekki að fá að skora í dag. Það breytti litlu um niðurstöðuna. Tottenham vann leikinn 1-0 og er með 25 stig í ellefta sæti. Crystal Palace er í níunda sæti með 26 stig.