Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 17:01 Ollie Watkins náði að koma boltanum í netið og jafna í 1-1. Getty/Marc Atkins Varamaðurinn Ollie Watkins tryggði Aston Villa frábæran 2-1 útisigur gegn Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ótrúleg sigurganga Villa heldur því áfram og liðið er á leið í rosalegan slag við Arsenal á þriðjudaginn. Eftir tapið gegn Liverpool á Anfield 1. nóvember hefur Villa unnið alla ellefu leiki sína, í öllum keppnum, og þar með náð að jafna félagsmet sitt. Villa-menn geta slegið metið á þriðjudaginn en þurfa þá að vinna topplið Arsenal, í sannkölluðum risaleik því með sigri næði Villa að jafna Arsenal að stigum. Í þessum mikla slag verður Villa þó án þeirra Matty Cash og Boubacar Kamara sem taka út leikbann eftir að hafa fengið gult spjald í kvöld. Chelsea var mikið betra liðið í fyrri hálfleik í kvöld en uppskar þó bara eitt mark, þegar hornspyrna Reece James fór nánast beint í markið, þó með örlítilli viðkomu í Joao Pedro sem var í baráttu við Emiliano Martínez, markvörð gestanna. Fátt benti til þess að Villa ætlaði sér að fá eitthvað út úr leiknum en það breyttist með innkomu Watkins og fleiri varamanna þegar hálftími var eftir. Watkins jafnaði metin á 63. mínútu og skoraði svo sigurmarkið með skalla á 84. mínútu, eftir hornspyrnu Youri Tielemans. Chelsea-mönnum gekk illa að skapa sér færi til að jafna metin en geta svo sannarlega svekkt sig á því að hafa ekki nýtt þau betur framan af leiknum. Þar með er Villa tíu stigum á undan Chelsea, með 39 stig í 3. sæti og eins og fyrr segir aðeins þremur stigum frá toppnum. Chelsea er í 5. sæti, jafnt Manchester United sem er sæti neðar og aðeins þremur stigum frá 10. sæti. Enski boltinn Chelsea FC Aston Villa FC
Varamaðurinn Ollie Watkins tryggði Aston Villa frábæran 2-1 útisigur gegn Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ótrúleg sigurganga Villa heldur því áfram og liðið er á leið í rosalegan slag við Arsenal á þriðjudaginn. Eftir tapið gegn Liverpool á Anfield 1. nóvember hefur Villa unnið alla ellefu leiki sína, í öllum keppnum, og þar með náð að jafna félagsmet sitt. Villa-menn geta slegið metið á þriðjudaginn en þurfa þá að vinna topplið Arsenal, í sannkölluðum risaleik því með sigri næði Villa að jafna Arsenal að stigum. Í þessum mikla slag verður Villa þó án þeirra Matty Cash og Boubacar Kamara sem taka út leikbann eftir að hafa fengið gult spjald í kvöld. Chelsea var mikið betra liðið í fyrri hálfleik í kvöld en uppskar þó bara eitt mark, þegar hornspyrna Reece James fór nánast beint í markið, þó með örlítilli viðkomu í Joao Pedro sem var í baráttu við Emiliano Martínez, markvörð gestanna. Fátt benti til þess að Villa ætlaði sér að fá eitthvað út úr leiknum en það breyttist með innkomu Watkins og fleiri varamanna þegar hálftími var eftir. Watkins jafnaði metin á 63. mínútu og skoraði svo sigurmarkið með skalla á 84. mínútu, eftir hornspyrnu Youri Tielemans. Chelsea-mönnum gekk illa að skapa sér færi til að jafna metin en geta svo sannarlega svekkt sig á því að hafa ekki nýtt þau betur framan af leiknum. Þar með er Villa tíu stigum á undan Chelsea, með 39 stig í 3. sæti og eins og fyrr segir aðeins þremur stigum frá toppnum. Chelsea er í 5. sæti, jafnt Manchester United sem er sæti neðar og aðeins þremur stigum frá 10. sæti.