Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2025 11:30 Konurnar tvær, Belinda og Karen, sögðu farir sínar langt frá því sléttar eftir leigubílaferðina. Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Fréttastofa fjallaði um málið í vor, en lögfræðingur sem aðstoðaði konurnar að leita réttar síns lýsti málsatvikum á þann veg að þær hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Leigubílstjórinn ók konunum aðra leið en þær óskuðu eftir.Vísir Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á réttan áfangastað hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þaðan sem norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir ferðina hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlað verð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Sjá einnig: Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Konurnar tvær, Belinda og Karen, lýstu í samtali við fréttastofu ógnandi hegðun leigubílstjórans meðan á ferðinni stóð. Hann hafi öskrað á þær og verið árásargjarn. Málið fór fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa en þar gerði önnur konan kröfu á hendur bílstjóranum um 52.299 krónur vegna fargjaldsins, fjártjónsins sem hún hlaut af því að hafa misst af ferðinni og tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti dvalar hennar hefði farið forgörðum. Hin konan gerði kröfu um að hann greiddi henni fargjald fyrir leigubílaferð með annarri leigubílaþjónustu frá starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins í Hafnarfirði að hóteli þeirra í miðborginni eftir ferðina. Hún gerði sömuleiðis kröfu vegna tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti Íslandsdvalarinnar hefði farið forgörðum. Krafa hennar nam í heildina 24.564 krónum. Kenndi Google maps um Við málsmeðferð lýsti leigubílstjórinn yfir furðu á kvörtun kvennanna og sagði samskipti þeirra hafa verið góð, þvert á frásagnir kvennanna. Hann sagði konurnar hafa pantað nokkrar ferðir hjá sér og hann ekið þeim samkvæmt leiðarlýsingu á Google maps. Í umrætt sinn hafi Google maps gefið upp ranga leið og þegar það varð ljóst hafi konurnar breytt um áfangastað í forritinu, sem hafi verið í um 37 mínútna akstursfjarlægð. Endanlegt verð samkvæmt mæli hafi verið 30.250 krónur en hann gefið þeim afslátt og rukkað um 27.000 krónur. Úrskurðarnefndin féllst á kröfu um endurgreiðslu á fargjaldinu að upphæð 27.500 krónur og á greiðslu upp á 11.770 krónur vegna norðurljósaferðarinnar sem konurnar misstu af. Leigubílstjóranum ber því að greiða annarri konunni 39.270 krónur. Nefndin féllst einnig á kröfu hinnar konunnar um að leigubílstjórinn greiði fargjaldið sem konurnar greiddu annarri leigubílaþjónustu vegna ferðar úr Hafnarfirði að hótelinu umrætt kvöld. Sú krafa nemur í heildina 10.535 krónum. Nefndin féllst ekki á kröfur kvennanna um að leigubílstjórinn skyldi greiða þeim bætur vegna þess tjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyrir með því að hafa misst af hluta Íslandsdvalar þeirra vegna uppákomunnar. Konurnar voru ekki taldar hafa sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna atviksins og nefndin benti á að hún hefði ekki heimild samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála til að taka til greina kröfur um miska. Loks ber leigubílstjóranum að greiða fimmtán þúsund króna málskostnaðargjald. Leigubílar Úrskurðar- og kærunefndir Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. 12. maí 2025 20:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um málið í vor, en lögfræðingur sem aðstoðaði konurnar að leita réttar síns lýsti málsatvikum á þann veg að þær hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Leigubílstjórinn ók konunum aðra leið en þær óskuðu eftir.Vísir Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á réttan áfangastað hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þaðan sem norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir ferðina hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlað verð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Sjá einnig: Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Konurnar tvær, Belinda og Karen, lýstu í samtali við fréttastofu ógnandi hegðun leigubílstjórans meðan á ferðinni stóð. Hann hafi öskrað á þær og verið árásargjarn. Málið fór fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa en þar gerði önnur konan kröfu á hendur bílstjóranum um 52.299 krónur vegna fargjaldsins, fjártjónsins sem hún hlaut af því að hafa misst af ferðinni og tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti dvalar hennar hefði farið forgörðum. Hin konan gerði kröfu um að hann greiddi henni fargjald fyrir leigubílaferð með annarri leigubílaþjónustu frá starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins í Hafnarfirði að hóteli þeirra í miðborginni eftir ferðina. Hún gerði sömuleiðis kröfu vegna tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti Íslandsdvalarinnar hefði farið forgörðum. Krafa hennar nam í heildina 24.564 krónum. Kenndi Google maps um Við málsmeðferð lýsti leigubílstjórinn yfir furðu á kvörtun kvennanna og sagði samskipti þeirra hafa verið góð, þvert á frásagnir kvennanna. Hann sagði konurnar hafa pantað nokkrar ferðir hjá sér og hann ekið þeim samkvæmt leiðarlýsingu á Google maps. Í umrætt sinn hafi Google maps gefið upp ranga leið og þegar það varð ljóst hafi konurnar breytt um áfangastað í forritinu, sem hafi verið í um 37 mínútna akstursfjarlægð. Endanlegt verð samkvæmt mæli hafi verið 30.250 krónur en hann gefið þeim afslátt og rukkað um 27.000 krónur. Úrskurðarnefndin féllst á kröfu um endurgreiðslu á fargjaldinu að upphæð 27.500 krónur og á greiðslu upp á 11.770 krónur vegna norðurljósaferðarinnar sem konurnar misstu af. Leigubílstjóranum ber því að greiða annarri konunni 39.270 krónur. Nefndin féllst einnig á kröfu hinnar konunnar um að leigubílstjórinn greiði fargjaldið sem konurnar greiddu annarri leigubílaþjónustu vegna ferðar úr Hafnarfirði að hótelinu umrætt kvöld. Sú krafa nemur í heildina 10.535 krónum. Nefndin féllst ekki á kröfur kvennanna um að leigubílstjórinn skyldi greiða þeim bætur vegna þess tjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyrir með því að hafa misst af hluta Íslandsdvalar þeirra vegna uppákomunnar. Konurnar voru ekki taldar hafa sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna atviksins og nefndin benti á að hún hefði ekki heimild samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála til að taka til greina kröfur um miska. Loks ber leigubílstjóranum að greiða fimmtán þúsund króna málskostnaðargjald.
Leigubílar Úrskurðar- og kærunefndir Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. 12. maí 2025 20:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. 12. maí 2025 20:53