Fótbolti

Hildur á­fram í bikarnum og Amanda enn á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hildur Antonsdóttir lék í sjötíu mínútur í bikarsigri Madrid.
Hildur Antonsdóttir lék í sjötíu mínútur í bikarsigri Madrid. getty/Walter Cunha

Landsliðskonurnar Hildur Antonsdóttir og Amanda Andradóttir áttu fínan dag með sínum félagsliðum í dag.

Hildur var í byrjunarliði Madrid sem sigraði Eibar, 3-2, í sextán liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar á heimavelli.

Madrid hefur verið á fínu skriði að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum.

Amanda lék seinni hálfleikinn þegar Twente gerði markalaust jafntefli við Hera United í hollensku úrvalsdeildinni.

Þetta er aðeins annar deildarleikurinn á tímabilinu sem Twente mistekst að vinna. Liðið er samt enn á toppi deildarinnar, með eins stigs forskot á Ajax.

Amanda hefur verið inn og út úr liðinu hjá Twente á tímabilinu. Hún hefur komið við sögu í tólf leikjum í vetur og lagt upp tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×