Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Árni Sæberg skrifar 19. desember 2025 14:22 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, sem hófst klukkan 14. Aðgerðaáætlunina má lesa í PDF-skjali neðst í fréttinni. Ekki samansafn einstakra aðgerða „Þessi aðgerðaáætlun er ekki samansafn einstakra aðgerða, enda mun engin ein aðgerð tryggja viðspyrnu íslenskra fjölmiðla í alþjóðlegri samkeppni. Þessi aðgerðaáætlun myndar eina heild þar sem margar ólíkar aðgerðir vinna saman í átt að sterkara fjölmiðlaumhverfi á Íslandi. Þegar litið er á einstaka aðgerðir er því mikilvægt að hafa í huga samspil þeirra við aðrar aðgerðir í áætluninni,“ sagði Logi. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Logi hafi falið sérfræðingum ráðuneytisins í málefnum fjölmiðla að kanna allar þær leiðir sem styrkt gætu fjölmiðla á Íslandi, þar á meðal leiðir sem hafa áður komið til kasta Alþingis og leiðir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í opinberri umræðu. Rúv mikilvægt en breyta þurfi stöðu þess Logi sagði að hann teldi hlutverk Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði mjög mikilvægt. Aftur á móti vildu stjórnvöld breyta hlutverki þess á þann veg að staða þess miðaði frekar að stuðningi við einkarekna fjölmiðla en samkeppni við þá. Aðgerðaáætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag.Vísir/Berghildur Í aðgerðaáætluninni segir að með því að láta ákveðið hlutfall, sem Logi sagði á fundinum vera um tólf prósent, af auglýsingatekjum Rúv renna til einkarekinna fjölmiðla væri eftirfarandi tryggt: Að takmörkun á starfsemi Rúv á auglýsingamarkaði leiði ekki til þess að meira auglýsingafé renni úr landi. Að takmörkun á starfsemi Rúv á auglýsingamarkaði skili sér raunverulega til annarra íslenskra fjölmiðla. Að Rúv verði áfram aðgengilegur auglýsingavettvangur sem auglýsendur og framleiðendur telja undirstöðu framleiðslu á vönduðu íslensku efni og kvikmynduðum auglýsingum. Fella brott kvöð um tvær útvarpsstöðvar Þá segir í aðgerðaráætluninni að felldar verði út kvaðir um fjölda rása Ríkisútvarpsins. Breytingartillagan miði að því að auka sveigjanleika við miðlun dagskrárefnis Ríkisútvarpsins. Ekki sé talið nauðsynlegt eða æskilegt að fjöldi hljóðvarps- og útvarpsstöðva sem dreift er á vegum Ríkisútvarpsins sé sérstaklega tilgreindur í lögum, heldur taki starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins til þess að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Gildandi ákvæði laga sé svohljóðandi: Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Lagt sé til að það verði svohljóðandi: Ríkisútvarpið skuli dreifa efni til alls landsins og næstu miða með hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Hundrað milljónir strax á næsta ári Þá sagði Logi að strax á næsta ári muni stuðningur við þá fjölmiðla sem sinna almannaþjónustuhlutverki nema 100 milljónum króna. Vonast væri til þess að upphæðin yrði þrefölduð strax árið 2027. Ríkari kröfur yrðu gerðar til þessara fjölmiðla, meðal annars með tilliti til fjölda blaðamanna á ritstjórn, fréttaþjónustu við landið allt og kosningaumfjöllunar. Í aðgerðaáætluninni segir þá að núverandi fyrirkomulag endurgreiðslna á ritstjórnarkostnaði verði framlengt til fimm ára, en skerpt á einstaka skilyrðum. Þetta sé gert til að auka fyrirsjáanleika kerfisins og um leið rekstrarumhverfi þeirra einkareknu miðla sem njóta góðs af því. Helstu breytingar á almenna stuðningnum séu eftirfarandi: Útgreiðslu stuðnings verði flýtt og verði fyrr á árinu en verið hefur. Nýtt skilyrði að norrænni fyrirmynd um að fjölmiðlar miðli fréttum og fréttatengdu efni úr íslensku samfélagi, í heild eða hluta, á textaformi, á prenti eða vef. Skilyrðið lúti að því að efla læsi og treysta stöðu íslenskrar tungu og lýðræðis. Ekki sé þó skilyrði að viðkomandi fjölmiðill miðli efni eingöngu á textaformi eða eingöngu á íslensku. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Aðgerðaáætlun_fjölmiðlar_19PDF5.6MBSækja skjal Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Síminn Auglýsinga- og markaðsmál Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, sem hófst klukkan 14. Aðgerðaáætlunina má lesa í PDF-skjali neðst í fréttinni. Ekki samansafn einstakra aðgerða „Þessi aðgerðaáætlun er ekki samansafn einstakra aðgerða, enda mun engin ein aðgerð tryggja viðspyrnu íslenskra fjölmiðla í alþjóðlegri samkeppni. Þessi aðgerðaáætlun myndar eina heild þar sem margar ólíkar aðgerðir vinna saman í átt að sterkara fjölmiðlaumhverfi á Íslandi. Þegar litið er á einstaka aðgerðir er því mikilvægt að hafa í huga samspil þeirra við aðrar aðgerðir í áætluninni,“ sagði Logi. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Logi hafi falið sérfræðingum ráðuneytisins í málefnum fjölmiðla að kanna allar þær leiðir sem styrkt gætu fjölmiðla á Íslandi, þar á meðal leiðir sem hafa áður komið til kasta Alþingis og leiðir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í opinberri umræðu. Rúv mikilvægt en breyta þurfi stöðu þess Logi sagði að hann teldi hlutverk Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði mjög mikilvægt. Aftur á móti vildu stjórnvöld breyta hlutverki þess á þann veg að staða þess miðaði frekar að stuðningi við einkarekna fjölmiðla en samkeppni við þá. Aðgerðaáætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag.Vísir/Berghildur Í aðgerðaáætluninni segir að með því að láta ákveðið hlutfall, sem Logi sagði á fundinum vera um tólf prósent, af auglýsingatekjum Rúv renna til einkarekinna fjölmiðla væri eftirfarandi tryggt: Að takmörkun á starfsemi Rúv á auglýsingamarkaði leiði ekki til þess að meira auglýsingafé renni úr landi. Að takmörkun á starfsemi Rúv á auglýsingamarkaði skili sér raunverulega til annarra íslenskra fjölmiðla. Að Rúv verði áfram aðgengilegur auglýsingavettvangur sem auglýsendur og framleiðendur telja undirstöðu framleiðslu á vönduðu íslensku efni og kvikmynduðum auglýsingum. Fella brott kvöð um tvær útvarpsstöðvar Þá segir í aðgerðaráætluninni að felldar verði út kvaðir um fjölda rása Ríkisútvarpsins. Breytingartillagan miði að því að auka sveigjanleika við miðlun dagskrárefnis Ríkisútvarpsins. Ekki sé talið nauðsynlegt eða æskilegt að fjöldi hljóðvarps- og útvarpsstöðva sem dreift er á vegum Ríkisútvarpsins sé sérstaklega tilgreindur í lögum, heldur taki starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins til þess að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Gildandi ákvæði laga sé svohljóðandi: Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Lagt sé til að það verði svohljóðandi: Ríkisútvarpið skuli dreifa efni til alls landsins og næstu miða með hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Hundrað milljónir strax á næsta ári Þá sagði Logi að strax á næsta ári muni stuðningur við þá fjölmiðla sem sinna almannaþjónustuhlutverki nema 100 milljónum króna. Vonast væri til þess að upphæðin yrði þrefölduð strax árið 2027. Ríkari kröfur yrðu gerðar til þessara fjölmiðla, meðal annars með tilliti til fjölda blaðamanna á ritstjórn, fréttaþjónustu við landið allt og kosningaumfjöllunar. Í aðgerðaáætluninni segir þá að núverandi fyrirkomulag endurgreiðslna á ritstjórnarkostnaði verði framlengt til fimm ára, en skerpt á einstaka skilyrðum. Þetta sé gert til að auka fyrirsjáanleika kerfisins og um leið rekstrarumhverfi þeirra einkareknu miðla sem njóta góðs af því. Helstu breytingar á almenna stuðningnum séu eftirfarandi: Útgreiðslu stuðnings verði flýtt og verði fyrr á árinu en verið hefur. Nýtt skilyrði að norrænni fyrirmynd um að fjölmiðlar miðli fréttum og fréttatengdu efni úr íslensku samfélagi, í heild eða hluta, á textaformi, á prenti eða vef. Skilyrðið lúti að því að efla læsi og treysta stöðu íslenskrar tungu og lýðræðis. Ekki sé þó skilyrði að viðkomandi fjölmiðill miðli efni eingöngu á textaformi eða eingöngu á íslensku. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Aðgerðaáætlun_fjölmiðlar_19PDF5.6MBSækja skjal
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Síminn Auglýsinga- og markaðsmál Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira