Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2025 15:50 Bræðurnir Ágúst Arnar (f.m.) og Einar (t.v.) Ágústssynir voru fundnir sekir um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Vísir/Vilhelm Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hefur fellt Zuism úr trúfélagaskrá. Forráðamenn félagsins hlutu fangelsisdóma fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við félagið fyrr á þessu ári. Auglýsing um afskráninguna birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag og tóku réttaráhrif hennar gildi á sama tíma. Afskráningin þýðir að Zuism á ekki rétt á sóknargjöldum úr ríkissjóði. Félagið hafði þó ekki fengið þau greidd frá því að sýslumaður frysti greiðslurnar snemma árs 2019 vegna óvissu um að félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Zuism var einnig afskráð sem félag í dag samkvæmt upplýsingum í fyrirtækjaskrá Skattsins. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir hlutu tveggja og eins og hálfs fangelsisdóma fyrir misferli í Hæstarétti í mars. Þeir voru taldir hafa blekkt ríkið til þess að greiða félaginu tugi milljóna króna í sóknargjöld sem það átti ekki rétt á. Ávinningnum ráðstöfuðu þeir að mestu leyti til eigin nota, þar á meðal í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Skrautleg tólf ára löng saga Saga Zuism var skrautleg. Bræðurnir fengu það skráð sem trúfélag árið 2013 við þriðja mann en félagar voru teljandi á fingrum annarrar handar eftir að það hlaut skráningu. Félagið komst hins vegar í fréttirnar þegar sýslumaður hugðist afskrá það árið 2015. Þá falaðist hópur, ótengdur bræðrunum, eftir því að taka við Zuism. Fyrir hópnum vakti að mótmæla sóknargjaldakerfinu. Auglýsti hópurinn að Zuism ætlaði að endurgreiða söfnuði sínum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Eins og hendi væri veifað varð Zuism að einu fjölmennasta trúfélagi landsins með yfir þrjú þúsund félaga. Í krafti þessarar gríðarlegu fjölgunar átti félagið nú rétt á tugum milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu. Það var á þessum tímapunkti sem bræðurnir sem stofnuðu félagið kröfðust þess að fá yfirráð yfir því, og nýfengnum fjármunum, aftur. Þeim varð að ósk sinni árið 2017. Til að byrja með tóku þeir loforð fyrri hópsins um endurgreiðslu sóknargjalda upp á sína arma. Fáir fengu þó endurgreitt. Sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda til Zuism árið 2019 vegna óvissu um hvort félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Skömmu síðar voru bræðurnir handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Upphaflega sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur þá af ákærunni en þeirri niðurstöðu var snúið við í Landsrétti. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóma bræðranna í mars. Með afskráningu sýslumanns á félaginu nú virðist því viðburðaríkri sögu þess lokið. Zuism Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Auglýsing um afskráninguna birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag og tóku réttaráhrif hennar gildi á sama tíma. Afskráningin þýðir að Zuism á ekki rétt á sóknargjöldum úr ríkissjóði. Félagið hafði þó ekki fengið þau greidd frá því að sýslumaður frysti greiðslurnar snemma árs 2019 vegna óvissu um að félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Zuism var einnig afskráð sem félag í dag samkvæmt upplýsingum í fyrirtækjaskrá Skattsins. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir hlutu tveggja og eins og hálfs fangelsisdóma fyrir misferli í Hæstarétti í mars. Þeir voru taldir hafa blekkt ríkið til þess að greiða félaginu tugi milljóna króna í sóknargjöld sem það átti ekki rétt á. Ávinningnum ráðstöfuðu þeir að mestu leyti til eigin nota, þar á meðal í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Skrautleg tólf ára löng saga Saga Zuism var skrautleg. Bræðurnir fengu það skráð sem trúfélag árið 2013 við þriðja mann en félagar voru teljandi á fingrum annarrar handar eftir að það hlaut skráningu. Félagið komst hins vegar í fréttirnar þegar sýslumaður hugðist afskrá það árið 2015. Þá falaðist hópur, ótengdur bræðrunum, eftir því að taka við Zuism. Fyrir hópnum vakti að mótmæla sóknargjaldakerfinu. Auglýsti hópurinn að Zuism ætlaði að endurgreiða söfnuði sínum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Eins og hendi væri veifað varð Zuism að einu fjölmennasta trúfélagi landsins með yfir þrjú þúsund félaga. Í krafti þessarar gríðarlegu fjölgunar átti félagið nú rétt á tugum milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu. Það var á þessum tímapunkti sem bræðurnir sem stofnuðu félagið kröfðust þess að fá yfirráð yfir því, og nýfengnum fjármunum, aftur. Þeim varð að ósk sinni árið 2017. Til að byrja með tóku þeir loforð fyrri hópsins um endurgreiðslu sóknargjalda upp á sína arma. Fáir fengu þó endurgreitt. Sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda til Zuism árið 2019 vegna óvissu um hvort félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Skömmu síðar voru bræðurnir handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Upphaflega sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur þá af ákærunni en þeirri niðurstöðu var snúið við í Landsrétti. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóma bræðranna í mars. Með afskráningu sýslumanns á félaginu nú virðist því viðburðaríkri sögu þess lokið.
Zuism Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira