Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2025 06:31 Til hægri er horft niður Brekkustíg en til vinstri niður Holtsgötu. Vísir/Vilhelm Minjastofnun áréttar í nýrri umsögn í skipulagsgátt vegna deiliskipulags Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 að verndarstaða Holtsgötu 10 hafi breyst og ítrekar að húsið sé friðað. Samþykki borgaryfirvöld að rífa húsið verði að óska eftir því að friðun verði afnumin fyrst. Um er að ræða hornið á Holtsgötu 10-12 og Brekkustíg 16 í 101 Reykjavík og eiga fyrirhugaðar framkvæmdir á reitnum sér nokkuð langa forsögu. Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 8. október og síðar í borgarstjórn 21. október að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi fyrir lóðirnar sem felur í sér uppbyggingu þriggja blokka með samtals ellefu íbúðum og að húsin sem nú eru á reitnum verði rifin. Tillagan hefur verið í samráðsgátt síðan þann 6. nóvember og er lokafrestur til að skila inn umsögn vegna málsins í dag, 18. desember. Þegar fréttin er birt eru umsagnir um 50 talsins. Varðveislugildi hátt Á umræddu horni eru nú tvö hús og einn skúr, tvennt að Holtsgötu og eitt að Brekkustíg. Á Holtsgötu 10 stendur nú hús að nafni Sæmundarhlíð sem upphaflega var reist á staðnum sem lítill steinbær 1883. Í skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2021 segir að varðveislugildi hússins sé hátt, húsið sé „arftaki“ torfbæjar með sama nafni sem áður hafi staðið á lóðinni og tilheyri timburhúsabyggð sem reis í Vesturbænum í upphafi 20. aldar. Borgarsögusafn hefur nú gert athugasemd við að í greinargerð nýs deiliskipulags fyrir Holtsgötu 10 til 12 og Brekkustíg 16 í gamla vesturbænum í Reykjavík sé ranglega farið með niðurstöðu safnsins um varðveislugildi eins hússins, Holtsgötu 10. Í umsögn Minjastofnunar, sem var birt í fyrradag, kemur fram að verndarstaða hússins hafi breyst frá því árið 2006 þegar húsfriðunarnefnd gerði ekki athugasemdir við niðurrif hússins. Í umsögninni sagði nefndin að varðveislugildi hússins frá sjónarmiði byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis væri lágt auk þess sem húseignin væri undirlögð af veggjatítlum og fúa. Umsögn húsafriðunarnefndar frá því 20. júní 2006. Í nýrri umsögn Minjastofnunar segir að þó svo að stofnunin sé lagalega bundin fyrri ákvörðun Húsafriðunarnefndar vilji hún benda á að verndarstaða hússins sé breytt, að skipulagssvæðið sem húsið er á njóti hverfisverndar og að síðustu ár hafi orðið mikil framþróun hvað varðar veggjatítlur. Minjastofnun hafi gefið út nýjar leiðbeiningar árið 2023 um veggjatítlu og hvað sé hægt að gera til að vinna bug á henni. Húsið nú friðað Hvað varðar verndarstöðu hússins segir í umsögn Minjastofnunar að húsið teljist nú friðað samkvæmt núgildandi lögum um menningarminjar. Þá segir að Minjastofnun sé heimilt að afnema friðun en að ákvörðun um niðurrif húsa sé í höndum skipulags- og byggingaryfirvalda sveitarfélaga. Ákveði skipulagsyfirvöld að samþykkja skipulagstillöguna sem hefur verið lögð fram sem felur í sér að húsið verði rifið verði að afnema friðun þess og óska eftir því áður en niðurrif hefst. Ákveði skipulagsyfirvöld að hafna niðurrifi hússins haldi friðunarákvæðið gildi sínu. Eigendur Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 í vesturbæ Reykjavíkur vilja rífa húsið á horninu en íbúar og minnihluti borgarstjórnar hefur mótmælt því. Vísir/Vilhelm Byggingarlagið eigi undir högg að sækja Um hverfisvernd segir í umsögninni að greina megi tvenns konar formgerðir sögulegs byggingamynsturs. Annars vegar séu leifar byggðar frá því fyrir tíma skipulags þar sem lágreist stakstæð hús séu einkennandi og hins vegar séu tveggja til fjögurra hæða randbyggð steinhús, sem séu byggð eftir fastmótuðu skipulagi. Í umsögninni segir að fyrra byggingalagið eigi undir högg að sækja á undanförnum árum og að stakstæðar byggingar hafi vikið fyrir nýrri byggð og auknu byggingarmagni með röksemdum um að ný byggð muni taka tillit til aðliggjandi byggingamynsturs. Þá sé átt við yngra randbyggðamynstrið. Að mati Minjastofnunar ber að standa vörð um hina lágreistu eldri tegund byggðamynsturs innan hverfisverndarsvæðisins sem Holtsgata 10 og Brekkustígur 16 eru fulltrúar fyrir. Vilja að upplýsingar um varðveislugildi verði leiðréttar Minjastofnun gerir að lokum athugasemdir við rangfærslur um varðveislugildi og verndarstöðu húsa í greinargerð skipulags og fer fram á að hún verði leiðrétt. Þá kallar Minjastofnun eftir því að í skipulagsuppdrætti verði gerð grein fyrir verndarstöðu húsa og mannvirkja. Þá segir Minjastofnun að ef skipulagsyfirvöld borgarinnar komist að því að húsið eigi að víkja sé Minjastofnun bundin af fyrri ákvörðun, frá árinu 2006. Minjastofnun fer að lokum fram á að, verði af niðurrifi, verði fornleifafræðingur viðstaddur til að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Sé komið niður á minjum sem kalli á að framkvæmdir verði stöðvaðar verði Minjastofnun látin vita. Undir umsögnina skrifa þau Henný Hafsteinsdóttir, minjavörður Reykjavíkur og nágrennis, og Dr. Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Skipulag Reykjavík Húsavernd Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Um er að ræða hornið á Holtsgötu 10-12 og Brekkustíg 16 í 101 Reykjavík og eiga fyrirhugaðar framkvæmdir á reitnum sér nokkuð langa forsögu. Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 8. október og síðar í borgarstjórn 21. október að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi fyrir lóðirnar sem felur í sér uppbyggingu þriggja blokka með samtals ellefu íbúðum og að húsin sem nú eru á reitnum verði rifin. Tillagan hefur verið í samráðsgátt síðan þann 6. nóvember og er lokafrestur til að skila inn umsögn vegna málsins í dag, 18. desember. Þegar fréttin er birt eru umsagnir um 50 talsins. Varðveislugildi hátt Á umræddu horni eru nú tvö hús og einn skúr, tvennt að Holtsgötu og eitt að Brekkustíg. Á Holtsgötu 10 stendur nú hús að nafni Sæmundarhlíð sem upphaflega var reist á staðnum sem lítill steinbær 1883. Í skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2021 segir að varðveislugildi hússins sé hátt, húsið sé „arftaki“ torfbæjar með sama nafni sem áður hafi staðið á lóðinni og tilheyri timburhúsabyggð sem reis í Vesturbænum í upphafi 20. aldar. Borgarsögusafn hefur nú gert athugasemd við að í greinargerð nýs deiliskipulags fyrir Holtsgötu 10 til 12 og Brekkustíg 16 í gamla vesturbænum í Reykjavík sé ranglega farið með niðurstöðu safnsins um varðveislugildi eins hússins, Holtsgötu 10. Í umsögn Minjastofnunar, sem var birt í fyrradag, kemur fram að verndarstaða hússins hafi breyst frá því árið 2006 þegar húsfriðunarnefnd gerði ekki athugasemdir við niðurrif hússins. Í umsögninni sagði nefndin að varðveislugildi hússins frá sjónarmiði byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis væri lágt auk þess sem húseignin væri undirlögð af veggjatítlum og fúa. Umsögn húsafriðunarnefndar frá því 20. júní 2006. Í nýrri umsögn Minjastofnunar segir að þó svo að stofnunin sé lagalega bundin fyrri ákvörðun Húsafriðunarnefndar vilji hún benda á að verndarstaða hússins sé breytt, að skipulagssvæðið sem húsið er á njóti hverfisverndar og að síðustu ár hafi orðið mikil framþróun hvað varðar veggjatítlur. Minjastofnun hafi gefið út nýjar leiðbeiningar árið 2023 um veggjatítlu og hvað sé hægt að gera til að vinna bug á henni. Húsið nú friðað Hvað varðar verndarstöðu hússins segir í umsögn Minjastofnunar að húsið teljist nú friðað samkvæmt núgildandi lögum um menningarminjar. Þá segir að Minjastofnun sé heimilt að afnema friðun en að ákvörðun um niðurrif húsa sé í höndum skipulags- og byggingaryfirvalda sveitarfélaga. Ákveði skipulagsyfirvöld að samþykkja skipulagstillöguna sem hefur verið lögð fram sem felur í sér að húsið verði rifið verði að afnema friðun þess og óska eftir því áður en niðurrif hefst. Ákveði skipulagsyfirvöld að hafna niðurrifi hússins haldi friðunarákvæðið gildi sínu. Eigendur Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 í vesturbæ Reykjavíkur vilja rífa húsið á horninu en íbúar og minnihluti borgarstjórnar hefur mótmælt því. Vísir/Vilhelm Byggingarlagið eigi undir högg að sækja Um hverfisvernd segir í umsögninni að greina megi tvenns konar formgerðir sögulegs byggingamynsturs. Annars vegar séu leifar byggðar frá því fyrir tíma skipulags þar sem lágreist stakstæð hús séu einkennandi og hins vegar séu tveggja til fjögurra hæða randbyggð steinhús, sem séu byggð eftir fastmótuðu skipulagi. Í umsögninni segir að fyrra byggingalagið eigi undir högg að sækja á undanförnum árum og að stakstæðar byggingar hafi vikið fyrir nýrri byggð og auknu byggingarmagni með röksemdum um að ný byggð muni taka tillit til aðliggjandi byggingamynsturs. Þá sé átt við yngra randbyggðamynstrið. Að mati Minjastofnunar ber að standa vörð um hina lágreistu eldri tegund byggðamynsturs innan hverfisverndarsvæðisins sem Holtsgata 10 og Brekkustígur 16 eru fulltrúar fyrir. Vilja að upplýsingar um varðveislugildi verði leiðréttar Minjastofnun gerir að lokum athugasemdir við rangfærslur um varðveislugildi og verndarstöðu húsa í greinargerð skipulags og fer fram á að hún verði leiðrétt. Þá kallar Minjastofnun eftir því að í skipulagsuppdrætti verði gerð grein fyrir verndarstöðu húsa og mannvirkja. Þá segir Minjastofnun að ef skipulagsyfirvöld borgarinnar komist að því að húsið eigi að víkja sé Minjastofnun bundin af fyrri ákvörðun, frá árinu 2006. Minjastofnun fer að lokum fram á að, verði af niðurrifi, verði fornleifafræðingur viðstaddur til að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Sé komið niður á minjum sem kalli á að framkvæmdir verði stöðvaðar verði Minjastofnun látin vita. Undir umsögnina skrifa þau Henný Hafsteinsdóttir, minjavörður Reykjavíkur og nágrennis, og Dr. Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands.
Skipulag Reykjavík Húsavernd Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira