Rabbíni drepinn í árásinni Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. desember 2025 11:53 Ellefu voru drepnir í árásinni auk annars árásarmannsins. AP Photo/Mark Baker Minnst tólf eru látnir eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Lögregla kunni deili á árásarmanninum Á blaðamannafundi lögregluyfirvalda segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk, en árásinni hafi verið sérstaklega beint að gyðingasamfélaginu í Sydney. Annar árásarmaðurinn sé látinn og hinn sé alvarlega slasaður í haldi lögreglunnar. Minnst tveir lögreglumenn eru einnig alvarlega slasaðir, og voru í skurðaðgerð á sjúkrahúsi þegar blaðamannafundurinn stóð yfir. Minnst 29 hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mynd af öðrum árásarmanninum sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mal Lanyon lögregustjóri í Nýju Suður Wales segir að lögreglan hafi þekkt til eins árásarmannsins, en hún hafi vitað mjög lítið um hann. „Það þýðir ekki að það hafi legið fyrir að af honum stæði einhver ógn. Ef við hefðum haft einhverja vitneskju um það, að það væri yfirstandandi hætta vegna þessarar hátíðar eða annað slíkt, hefðum við að sjálfsögðu gert viðeigandi ráðstafanir.“ „Þetta er skelfilega sorglegur atburður, og það er ekki tímabært að fara benda fingrum. Ítarleg rannsókn verður gerð á þessu öllu saman,“ segir Mal Lanyon. Fundu sprengjur í bíl og sögur af þriðja byssumanni Á blaðamannafundinum kom fram að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir öflugum skotvopnum, en einnig hafi heimatilbúin sprengja fundist í bíl látna árásarmannsins. „Skömmu eftir skotárásina fundu lögreglumenn bíl í Campbell Parade hjá Bondi ströndinni, og fundu það sem við höldum að séu nokkrar heimatilbúnar sprengjur,“ segir Mal Lanyon. Búið er að aftengja sprengjuna og fjarlægja af vettvangi. Umfjöllun ástralska ríkissjónvarpsins í beinni útsendingu: Yfirvöld segja að fyrir liggi að árásarmennirnir hafi verið minnst tveir, en mögulega hafi fleiri verið að verki. Leit standi enn yfir að hugsanlegum samverkamönnum. Aðalrabbíninn í sýnagógunni í Sydney segir að hann hafi heyrt frá fólki á svæðinu að byssumennirnir hafi verið þrír. „Það sem ég heyrði frá fólki sem var á svæðinu, þá sá hann tólf manns deyja. Einn þeirra var góður vinur minn og samstarfsfélagi, rabbíni Eli Schlanger, maður sem var fullur ljóss, orku og gaf samfélaginu okkar mikið.“ „Þeir byrjuðu að skjóta þegar verið var að kveikja á Menorah.“ Lögregluyfirvöld segja að umfangsmikil leit standi enn yfir á svæðinu, þannig að ef þrír árásarmenn hafi verið að verki muni sá þriðji finnast.
Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Lögregla kunni deili á árásarmanninum Á blaðamannafundi lögregluyfirvalda segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk, en árásinni hafi verið sérstaklega beint að gyðingasamfélaginu í Sydney. Annar árásarmaðurinn sé látinn og hinn sé alvarlega slasaður í haldi lögreglunnar. Minnst tveir lögreglumenn eru einnig alvarlega slasaðir, og voru í skurðaðgerð á sjúkrahúsi þegar blaðamannafundurinn stóð yfir. Minnst 29 hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mynd af öðrum árásarmanninum sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mal Lanyon lögregustjóri í Nýju Suður Wales segir að lögreglan hafi þekkt til eins árásarmannsins, en hún hafi vitað mjög lítið um hann. „Það þýðir ekki að það hafi legið fyrir að af honum stæði einhver ógn. Ef við hefðum haft einhverja vitneskju um það, að það væri yfirstandandi hætta vegna þessarar hátíðar eða annað slíkt, hefðum við að sjálfsögðu gert viðeigandi ráðstafanir.“ „Þetta er skelfilega sorglegur atburður, og það er ekki tímabært að fara benda fingrum. Ítarleg rannsókn verður gerð á þessu öllu saman,“ segir Mal Lanyon. Fundu sprengjur í bíl og sögur af þriðja byssumanni Á blaðamannafundinum kom fram að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir öflugum skotvopnum, en einnig hafi heimatilbúin sprengja fundist í bíl látna árásarmannsins. „Skömmu eftir skotárásina fundu lögreglumenn bíl í Campbell Parade hjá Bondi ströndinni, og fundu það sem við höldum að séu nokkrar heimatilbúnar sprengjur,“ segir Mal Lanyon. Búið er að aftengja sprengjuna og fjarlægja af vettvangi. Umfjöllun ástralska ríkissjónvarpsins í beinni útsendingu: Yfirvöld segja að fyrir liggi að árásarmennirnir hafi verið minnst tveir, en mögulega hafi fleiri verið að verki. Leit standi enn yfir að hugsanlegum samverkamönnum. Aðalrabbíninn í sýnagógunni í Sydney segir að hann hafi heyrt frá fólki á svæðinu að byssumennirnir hafi verið þrír. „Það sem ég heyrði frá fólki sem var á svæðinu, þá sá hann tólf manns deyja. Einn þeirra var góður vinur minn og samstarfsfélagi, rabbíni Eli Schlanger, maður sem var fullur ljóss, orku og gaf samfélaginu okkar mikið.“ „Þeir byrjuðu að skjóta þegar verið var að kveikja á Menorah.“ Lögregluyfirvöld segja að umfangsmikil leit standi enn yfir á svæðinu, þannig að ef þrír árásarmenn hafi verið að verki muni sá þriðji finnast.
Ástralía Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira