Innlent

Einn fluttur á slysa­deild vegna brunans

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Slökkviliðið ræsti út mannskap um sexleytið.
Slökkviliðið ræsti út mannskap um sexleytið. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrr í kvöld eftir að eldur kviknaði í íbúð í Þverholti í Mosfellsbæ. 

Þetta staðfestir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu. 

Sjónarvottar sáu þrjá sjúkrabíla og slökkviliðsbíl aka forgangsakstri í átt að Mosfellsbæ um sexleytið.

Uppfært 18:40: Einn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi vegna gruns um reykeitrun, að sögn Stefáns. Hann segir slökkvistarf hafa gengið hratt fyrir sig, þegar sé búið að slökkva eldinn og að unnið sé að reykræstingu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×