Innlent

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Laufey Rún hefur víðtæka reynslu af stjórnmálastörfum, fyrst fyrir Sjálfstæðisflokkinn en nú hefur hún látið af störfum hjá Miðflokknum.
Laufey Rún hefur víðtæka reynslu af stjórnmálastörfum, fyrst fyrir Sjálfstæðisflokkinn en nú hefur hún látið af störfum hjá Miðflokknum. Aðsend/SFS

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Laufey staðfestir í skriflegu svari til Vísis að hún hafi lokið störfum hjá Miðflokknum í haust. Hún hafi lokið sínum verkefnum fyrir flokkinn og haldi á ný mið á nýju ári.

Laufey hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálastarfi en áður en hún gekk til liðs við Miðflokkinn starfaði hún meðal annars sem aðstoðarmaður Sigríðar Andersen, sem þá var ráðherra Sjálfstæðisflokksins, var starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins auk þess sem hún var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2015 til 2017. Þá hefur Laufey starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu en hún er lögfræðingur að mennt.

Sjá einnig: Hætt hjá SFS og til liðs við Mið­flokkinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sambýlismaður Laufeyjar. Bergþór var lengi þingflokksformaður flokksins þar til hann lét af því hlutverki í aðdraganda framboðs til varaformanns Miðflokksins. Hann dró síðar framboð sitt til baka en Snorri Másson var kjörinn varaformaður á landsþingi flokksins í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×