Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2025 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson heldur senn til Færeyja til að stýra NSÍ Runavík. Vísir/Sigurjón Sigurður Ragnar Eyjólfsson kveðst spenntur fyrir nýju ævintýri í Færeyjum. Hann heldur utan í janúar til að stýra NSÍ Runavík á komandi keppnistímabili. Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum
Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira