Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2025 21:51 Mokað í gegnum snjóflóð sem fallið hafði á þjóðveginn um Súðavíkurhlíð. Vísir Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Í fréttum Sýnar mátti sjá veginn um Súðavíkurhlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur en hann er jafnframt hluti Djúpvegar. Jarðgöng til að leysa af þennan kafla eru núna komin í annað til þriðja sæti í forgangsröðina ásamt Fjarðagöngum á Austurlandi. „Það er grjóthrun og snjóflóðahætta á veginum. Stórhættulegur vegur,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér: Nokkrar mislangar jarðgangaleiðir koma til greina milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar en ætla má að framkvæmdir gætu hafist árið 2030. „Súðavík myndi þá nánast verða eins og hverfi á Ísafirði eða Skutulsfirði. Það er bara örstutt á milli. Og þetta gæti leitt til sameiningar sveitarfélaga. Frábær höfn í Súðavík,“ segir ráðherrann. Nokkrir valkostir koma til greina við val á jarðgangaleið.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í Vesturbyggð eru jarðgöng undir fjallvegina Mikladal og Hálfdán í fjórða sæti en þar gætu gangnaboranir hafist eftir áratug. „Það er mikið fiskeldi þar og uppgangur og gríðarlega mikilvægt að þetta sveitarfélag, Vesturbyggð, að það séu þá góðar samgöngur milli Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar. Mjög mikilvægt,“ segir Eyjólfur. Tvenn jarðgöng eru áformuð í Vesturbyggð.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Bíldudalsvegur í sunnanverðum Arnarfirði fær einnig brautargengi. „Við ætlum að fara núna sem allra fyrst í veginn af Dynjandisheiði niður í suðurfirði Arnarfjarðar.“ Frá Bíldudalsvegi á leiðinni úr Trostansfirði upp á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Þetta er 29 kílómetra langur vegarkafli milli Bíldudalsflugvallar og gatnamóta við Helluskarð á Dynjandisheiði. Verkið á að vinna í áföngum til ársins 2035. „Þegar Dynjandisheiði er búin þá verður hafist handa að gera veginn niður í Trostansfjörð.“ Fyrirhugað er að endurbyggingu Bíldudalsvegar verði skipt niður á tvö tímabil.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Tvenn önnur jarðgöng á Vestfjörðum, undir Gemlufallsheiði og Klettsháls, komast á lista yfir jarðgangakosti til nánari skoðunar. Klettsháls er núna sá fjallvegur þjóðvegakerfisins á jarðgangalistanum sem býr við flesta lokunardaga að jafnaði á ári. En væri þá rökréttara að hann kæmist framar í röðina? „Hann er allavegana ekki í topp fjögur. Hann er á listanum yfir ellefu jarðgöng sem við ætlum að skoða nánar,“ svarar ráðherrann. Horft af veginum um Klettsháls niður í Kollafjörð.Egill Aðalsteinsson Þá fær uppbygging vegarins yfir Veiðileysuháls á Ströndum fjárveitingu á árunum 2031 til 2035. „Það verður farið í Hvalárvirkjun vonandi sem fyrst. Það er mjög mikilvægt að fara í vegbætur þar,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Hér má sjá það helsta sem áformað er að gera í nýbyggingu vega á landinu: Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Reykhólahreppur Árneshreppur Umferðaröryggi Snjóflóð á Íslandi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá veginn um Súðavíkurhlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur en hann er jafnframt hluti Djúpvegar. Jarðgöng til að leysa af þennan kafla eru núna komin í annað til þriðja sæti í forgangsröðina ásamt Fjarðagöngum á Austurlandi. „Það er grjóthrun og snjóflóðahætta á veginum. Stórhættulegur vegur,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér: Nokkrar mislangar jarðgangaleiðir koma til greina milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar en ætla má að framkvæmdir gætu hafist árið 2030. „Súðavík myndi þá nánast verða eins og hverfi á Ísafirði eða Skutulsfirði. Það er bara örstutt á milli. Og þetta gæti leitt til sameiningar sveitarfélaga. Frábær höfn í Súðavík,“ segir ráðherrann. Nokkrir valkostir koma til greina við val á jarðgangaleið.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í Vesturbyggð eru jarðgöng undir fjallvegina Mikladal og Hálfdán í fjórða sæti en þar gætu gangnaboranir hafist eftir áratug. „Það er mikið fiskeldi þar og uppgangur og gríðarlega mikilvægt að þetta sveitarfélag, Vesturbyggð, að það séu þá góðar samgöngur milli Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar. Mjög mikilvægt,“ segir Eyjólfur. Tvenn jarðgöng eru áformuð í Vesturbyggð.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Bíldudalsvegur í sunnanverðum Arnarfirði fær einnig brautargengi. „Við ætlum að fara núna sem allra fyrst í veginn af Dynjandisheiði niður í suðurfirði Arnarfjarðar.“ Frá Bíldudalsvegi á leiðinni úr Trostansfirði upp á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Þetta er 29 kílómetra langur vegarkafli milli Bíldudalsflugvallar og gatnamóta við Helluskarð á Dynjandisheiði. Verkið á að vinna í áföngum til ársins 2035. „Þegar Dynjandisheiði er búin þá verður hafist handa að gera veginn niður í Trostansfjörð.“ Fyrirhugað er að endurbyggingu Bíldudalsvegar verði skipt niður á tvö tímabil.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Tvenn önnur jarðgöng á Vestfjörðum, undir Gemlufallsheiði og Klettsháls, komast á lista yfir jarðgangakosti til nánari skoðunar. Klettsháls er núna sá fjallvegur þjóðvegakerfisins á jarðgangalistanum sem býr við flesta lokunardaga að jafnaði á ári. En væri þá rökréttara að hann kæmist framar í röðina? „Hann er allavegana ekki í topp fjögur. Hann er á listanum yfir ellefu jarðgöng sem við ætlum að skoða nánar,“ svarar ráðherrann. Horft af veginum um Klettsháls niður í Kollafjörð.Egill Aðalsteinsson Þá fær uppbygging vegarins yfir Veiðileysuháls á Ströndum fjárveitingu á árunum 2031 til 2035. „Það verður farið í Hvalárvirkjun vonandi sem fyrst. Það er mjög mikilvægt að fara í vegbætur þar,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Hér má sjá það helsta sem áformað er að gera í nýbyggingu vega á landinu:
Jarðgöng á Íslandi Samgönguáætlun Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Reykhólahreppur Árneshreppur Umferðaröryggi Snjóflóð á Íslandi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. 4. mars 2024 22:17
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30