Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 23:11 Feðgarnir reka síðasta loðdýrabúið á Íslandi. Vísir/Sigurjón Síðasti loðdýrabóndinn sem er eftir á Íslandi segist fara hvergi og er vongóður um að bjartari tímar séu framundan. Íslendingar verði að vakna og koma bændum til varnar en fimm loðdýrabændur hættu starfsemi í lok nóvember. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“ Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“
Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira