Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Aron Guðmundsson skrifar 8. desember 2025 16:04 Viðtal sem Salah veitti eftir leik gegn Leeds United um helgina hefur valdið fjaðrafoki. Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld. Þetta er orðið ljóst nú þegar Liverpool hefur opinberað þá nítján leikmenn sem ferðast yfir til Mílanó í dag og munu mæta Inter Milan á morgun. Þar er nafn Mohamed Salah ekki að finna. Salah, sem er einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar lét gamminn geisa eftir að hafa verið ónotaður varamaður í leik gegn Leeds United um helgina sem lauk með 3-3 jafntefli. Salah, sem hefur verið prímusmótor í liði Liverpool undanfarin ár, hefur byrjað síðustu þrjá leiki Liverpool á bekknum. Á viðtalssvæði Elland Road, heimavallar Leeds, eftir leikinn um helgina gaf Salah sér góðan tíma með blaðamönnum sem er nokkuð ólíkt honum. Fljótt kom í ljós að um ekkert eðlilegt viðtal var að ræða. Salah sagði að verið væri að henda sér undir rútuna og að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar. Þá lýsti hann því hvernig samband sitt og Arne Slot væri brostið. Salah æfði í gær með þeim leikmönnum Liverpool sem tóku lítinn sem engan þátt í leiknum gegn Leeds United og þá mætti hann aftur á æfingu með aðalliðinu í hádeginu í dag. Fyrr í dag var sagt frá því að líklegt þætti að Salah myndi ekki vera í leikmannahópi Liverpool á morgun. Richard Hughes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, í samráði við þjálfarann Arne Slot sem og eigendur Liverpool ákvað að Salah yrði ekki með gegn Inter Milan í Meistaradeildinni. Er sú ákvörðun talin til marks um þann stuðning sem þjálfarinn Slot hefur hjá stjórnendum félagsins samkvæmt því sem kemur frá hjá The Athletic. Framhaldið er óljóst. Liverpool á leik á heimavelli gegn Brighton um komandi helgi en eftir þann leik er Salah á leið á Afríkumótið með Egyptalandi. Vitað er af áhuga á hans kröftum hjá félögum frá Sádí-Arabíu og Bandaríkjunum. Nú þarf að koma í ljós hvort hann og Slot geti slíðrað sverðin eða hvort annar þeirra þurfi að fara frá Liverpool. Leikur Inter Milan og Liverpool annað kvöld er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan átta. Enski boltinn Tengdar fréttir Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Þetta er orðið ljóst nú þegar Liverpool hefur opinberað þá nítján leikmenn sem ferðast yfir til Mílanó í dag og munu mæta Inter Milan á morgun. Þar er nafn Mohamed Salah ekki að finna. Salah, sem er einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar lét gamminn geisa eftir að hafa verið ónotaður varamaður í leik gegn Leeds United um helgina sem lauk með 3-3 jafntefli. Salah, sem hefur verið prímusmótor í liði Liverpool undanfarin ár, hefur byrjað síðustu þrjá leiki Liverpool á bekknum. Á viðtalssvæði Elland Road, heimavallar Leeds, eftir leikinn um helgina gaf Salah sér góðan tíma með blaðamönnum sem er nokkuð ólíkt honum. Fljótt kom í ljós að um ekkert eðlilegt viðtal var að ræða. Salah sagði að verið væri að henda sér undir rútuna og að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar. Þá lýsti hann því hvernig samband sitt og Arne Slot væri brostið. Salah æfði í gær með þeim leikmönnum Liverpool sem tóku lítinn sem engan þátt í leiknum gegn Leeds United og þá mætti hann aftur á æfingu með aðalliðinu í hádeginu í dag. Fyrr í dag var sagt frá því að líklegt þætti að Salah myndi ekki vera í leikmannahópi Liverpool á morgun. Richard Hughes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, í samráði við þjálfarann Arne Slot sem og eigendur Liverpool ákvað að Salah yrði ekki með gegn Inter Milan í Meistaradeildinni. Er sú ákvörðun talin til marks um þann stuðning sem þjálfarinn Slot hefur hjá stjórnendum félagsins samkvæmt því sem kemur frá hjá The Athletic. Framhaldið er óljóst. Liverpool á leik á heimavelli gegn Brighton um komandi helgi en eftir þann leik er Salah á leið á Afríkumótið með Egyptalandi. Vitað er af áhuga á hans kröftum hjá félögum frá Sádí-Arabíu og Bandaríkjunum. Nú þarf að koma í ljós hvort hann og Slot geti slíðrað sverðin eða hvort annar þeirra þurfi að fara frá Liverpool. Leikur Inter Milan og Liverpool annað kvöld er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan átta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31
Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31
Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30
Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40
Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51
Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46