Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 16:00 Bandarískir ráðamenn enduróma málflutning fjarhægriafla og hvítra þjóðernissinna í Evrópu um meint hrun vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda í nýrri þjóðaröryggisáætlun. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira