Hádramatík í lokin á Villa Park Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 14:15 Matty Cash var glaður eftir að hafa komið Villa yfir í fyrri hálfleiknum. Getty/Neville Williams Aston Villa kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og varð aðeins annað liðið til að vinna Arsenal á þessari leiktíð, með hádramatískum 2-1 sigri á Villa Park í dag, í fyrsat leik 15. umferðar. Þetta var fimmti sigur Villa í röð í deildinni, og sjöundi sigurinn í röð í öllum keppnum. Matthew Cash kom Villa yfir á 36. mínútu, eftir frábæra sendingu frá Pau Torres yfir á fjærstöng þar sem Cash var einn og óvaldaður og þrumaði í markið. Arsenal-menn mættu svo af krafti inn í seinni hálfleik, eftir tvöfalda skiptingu þar sem þeir Leandro Trossard og Viktor Gyökeres komu inn fyrir Eberechi Eze og Mikel Merino. Örfáum mínútum síðar hafði Trossard jafnað metin, eftir undirbúning Martins Ödegaard og Bukayo Saka. Ekki var mikið um færi eftir þetta en Saka átti þó stórhættulegt skot á 70. mínútu sem fór í Boubacar Kamara í teignum. Leikurinn virtist vera að fjara út þegar Villa komst í stórsókn á lokamínútunni, og eftir ótrúlegan darraðardans féll boltinn fyrir Emiliano Buendía sem skoraði úr teignum. Arsenal er því aðeins með þriggja stiga forskot á Villa á toppnum, með 33 stig eftir 15 umferðir. Manchester City er svo í 3. sæti með 28 stig og getur minnkað forskot Arsenal í tvö stig með sigri gegn Bournemouth í leik sem hefst núna klukkan 15. Enski boltinn
Aston Villa kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og varð aðeins annað liðið til að vinna Arsenal á þessari leiktíð, með hádramatískum 2-1 sigri á Villa Park í dag, í fyrsat leik 15. umferðar. Þetta var fimmti sigur Villa í röð í deildinni, og sjöundi sigurinn í röð í öllum keppnum. Matthew Cash kom Villa yfir á 36. mínútu, eftir frábæra sendingu frá Pau Torres yfir á fjærstöng þar sem Cash var einn og óvaldaður og þrumaði í markið. Arsenal-menn mættu svo af krafti inn í seinni hálfleik, eftir tvöfalda skiptingu þar sem þeir Leandro Trossard og Viktor Gyökeres komu inn fyrir Eberechi Eze og Mikel Merino. Örfáum mínútum síðar hafði Trossard jafnað metin, eftir undirbúning Martins Ödegaard og Bukayo Saka. Ekki var mikið um færi eftir þetta en Saka átti þó stórhættulegt skot á 70. mínútu sem fór í Boubacar Kamara í teignum. Leikurinn virtist vera að fjara út þegar Villa komst í stórsókn á lokamínútunni, og eftir ótrúlegan darraðardans féll boltinn fyrir Emiliano Buendía sem skoraði úr teignum. Arsenal er því aðeins með þriggja stiga forskot á Villa á toppnum, með 33 stig eftir 15 umferðir. Manchester City er svo í 3. sæti með 28 stig og getur minnkað forskot Arsenal í tvö stig með sigri gegn Bournemouth í leik sem hefst núna klukkan 15.