Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2025 15:50 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ríkislögreglustjóri frá árinu 2019 til 2025. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti ríkislögreglustjóra. Leitað er að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lét nýlega af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir gagnrýni um greiðslur til ráðgjafarfyrirtækis. Hún tekur við stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu en málaflokkurinn hefur verið henni hugleikinn alla tíð. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, er settur ríkislögreglustjóri á meðan arftakans er leitað. Þá hefur skipan lögreglustjóra á Suðurnesjum verið sett á frest á meðan skipað er í embætti ríkislögreglustjóra. Í auglýsingunni segir að leitað sé að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins. Helstu hæfniskröfur eru eftirfarandi: Öflug leiðtogahæfni og farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði. Rík samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði. Þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar og skýr framtíðarsýn varðandi embætti ríkislögreglustjóra og þróun löggæslu er skilyrði. Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er skilyrði. Þekking og reynsla af umbótastarfi er kostur. Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur. Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun. Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Dómsmálaráðherra skipar í embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára í senn og skipað verður í embættið þegar nefnd sem metur hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að liðnum umsóknarfresti. Fram kemur að ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglu í umboði dómsmálaráðherra, sé forstöðumaður embættisins og beri faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfi þess. „Hlutverki ríkislögreglustjóra er nánar lýst í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og reglugerð um starfsemi, hlutverk og ábyrgð embættis ríkislögreglustjóra nr. 325/2021. Eitt af hlutverkum ríkislögreglustjóra er að starfrækja lögregluráð sem er formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra og er ríkislögreglustjóri formaður ráðsins.“ Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lét nýlega af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir gagnrýni um greiðslur til ráðgjafarfyrirtækis. Hún tekur við stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu en málaflokkurinn hefur verið henni hugleikinn alla tíð. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, er settur ríkislögreglustjóri á meðan arftakans er leitað. Þá hefur skipan lögreglustjóra á Suðurnesjum verið sett á frest á meðan skipað er í embætti ríkislögreglustjóra. Í auglýsingunni segir að leitað sé að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins. Helstu hæfniskröfur eru eftirfarandi: Öflug leiðtogahæfni og farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði. Rík samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði. Þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar og skýr framtíðarsýn varðandi embætti ríkislögreglustjóra og þróun löggæslu er skilyrði. Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er skilyrði. Þekking og reynsla af umbótastarfi er kostur. Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur. Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun. Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Dómsmálaráðherra skipar í embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára í senn og skipað verður í embættið þegar nefnd sem metur hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að liðnum umsóknarfresti. Fram kemur að ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglu í umboði dómsmálaráðherra, sé forstöðumaður embættisins og beri faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfi þess. „Hlutverki ríkislögreglustjóra er nánar lýst í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og reglugerð um starfsemi, hlutverk og ábyrgð embættis ríkislögreglustjóra nr. 325/2021. Eitt af hlutverkum ríkislögreglustjóra er að starfrækja lögregluráð sem er formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra og er ríkislögreglustjóri formaður ráðsins.“
Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent