Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2025 22:25 Kristinn Jens Sigþórsson var prestur í Saurbæjarprestkalli Landsréttur sýknaði í dag Þjóðkirkjuna af kröfum Kristins Jens Sigurþórssonar, fyrrverandi prests í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt kirkjuna skaðabótaskylduna. Kristinn hafði gegnt embætti í prestakallinu frá 1996 en það var lagt niður árið 2019 og í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkirkjan að það boð hefði fallið niður. Þar af leiðandi tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Aðalkrafa hans var þó sú að viðurkennt yrði að niðurlagning prestakallsins hafi ekki verið lögum samkvæm. Hættuleg mygla eftir skemmdir Forsaga málsins er sú að árin 2013 og 2014 urðu miklar skemmdir á prestsbústaðnum á Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en á meðal starfskjara Kristins var að hann fékk að vera ábúandi þar ásamt fjölskyldu sinni. Skemmdirnar urðu þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árin á eftir var deilt um hvort skemmdirnar væru enn viðloðandi, þangað til að prestakallið var lagt niður. Of seinn að taka boðinu Kristinn höfðaði mál á hendur Þjóðkirkjunni. Héraðsdómur féllst ekki á að niðurlagning prestakallsins hefði verið ólögmæt. Hins vegar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði ekki gætt meðalhófs þegar honum var hafnað um annað embætti. Kristni stóð það embætti til boða eftir niðurlagninguna, en samþykkti það nokkuð löngu eftir að kirkjan gerði boðið. Landsréttur var hins vegar á öðru máli en héraðsdómur varðandi það. Það var í mars 2019 sem samþykkt var að leggja niður prestakallið. Kristni var gefinn frestur fram í apríl til að ákveða hvort hann tæki við hinu embættinu sem Þjóðkirkjan bauð honum. Það var síðan í september þetta sama ár sem hann sagðist vilja taka boðinu. Landsrétti þótti kirkjan ekki hafa verið í ósamræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um réttmætar væntingar eða reglu um meðalhóf þegar hún hafnaði Kristni um embættið og sýknaði því kirkjuna af öllum kröfum. Dómsmál Þjóðkirkjan Trúmál Hvalfjarðarsveit Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Kristinn hafði gegnt embætti í prestakallinu frá 1996 en það var lagt niður árið 2019 og í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkirkjan að það boð hefði fallið niður. Þar af leiðandi tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Aðalkrafa hans var þó sú að viðurkennt yrði að niðurlagning prestakallsins hafi ekki verið lögum samkvæm. Hættuleg mygla eftir skemmdir Forsaga málsins er sú að árin 2013 og 2014 urðu miklar skemmdir á prestsbústaðnum á Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en á meðal starfskjara Kristins var að hann fékk að vera ábúandi þar ásamt fjölskyldu sinni. Skemmdirnar urðu þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árin á eftir var deilt um hvort skemmdirnar væru enn viðloðandi, þangað til að prestakallið var lagt niður. Of seinn að taka boðinu Kristinn höfðaði mál á hendur Þjóðkirkjunni. Héraðsdómur féllst ekki á að niðurlagning prestakallsins hefði verið ólögmæt. Hins vegar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði ekki gætt meðalhófs þegar honum var hafnað um annað embætti. Kristni stóð það embætti til boða eftir niðurlagninguna, en samþykkti það nokkuð löngu eftir að kirkjan gerði boðið. Landsréttur var hins vegar á öðru máli en héraðsdómur varðandi það. Það var í mars 2019 sem samþykkt var að leggja niður prestakallið. Kristni var gefinn frestur fram í apríl til að ákveða hvort hann tæki við hinu embættinu sem Þjóðkirkjan bauð honum. Það var síðan í september þetta sama ár sem hann sagðist vilja taka boðinu. Landsrétti þótti kirkjan ekki hafa verið í ósamræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um réttmætar væntingar eða reglu um meðalhóf þegar hún hafnaði Kristni um embættið og sýknaði því kirkjuna af öllum kröfum.
Dómsmál Þjóðkirkjan Trúmál Hvalfjarðarsveit Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira