Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 19:00 Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari gagnrýnir viðbrögð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konunnar sem kærði Albert Guðmundsson fyrir nauðgun, við sýknudómi Landsréttar. Vilhelm/Arnar Halldórsson Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, gagnrýnir orð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, um að sýknudómur yfir Alberti hafi verið tæpur. Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“
Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23
Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57
„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17