Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2025 11:03 Viktor Bjarki Daðason er að slá í gegn hjá FC Kaupmannahöfn. Samlandi hans, nú landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, hefur verið í þeirri stöðu hjá sama liði. Vísir/Samsett Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að slæm reynsla hans af aðkasti sem Orri Steinn Óskarsson fékk á sínum tíma, er hann tók sín fyrstu skref sem ungur leikmaður með liðinu, spili inn í það hversu varfærnislega hann hafi spilað hinum unga Viktori Bjarka Daðasyni sem hefur undanfarið slegið í gegn með FCK. Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki var á skotskónum í Meistaradeildinni í gær í 3-2 sigri á Parken gegn Kairat Almaty. Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni þetta tímabilið og sló hann met spænska ungstirnisins Lamine Yamal hjá Barcelona, með því að verða yngsti leikmaðurinn til þess að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni. Viktor Bjarki gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Fram á síðasta ári og eftir að hafa slegið í gegn með yngri liðum félagsins hefur hann reglulega fengið tækifæri með aðalliðinu á yfirstandandi tímabili, komið að mörkum bæði í dönsku deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni. En mörgum finnst Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hafa farið helst til of sparlega með Íslendinginn og telja að hann eigi skilið meiri spilatíma en Neestrup hefur sínar ástæður fyrir því, tímabilið hefur varið sveiflukennt hjá FC Kaupmannahöfn sem er að elta topplið AGF í deildinni heima fyrir. „Það má vel vera að ég hafi átt að gefa honum tækifæri fyrr og það hefði kannski alveg geta farið vel. En ef það hefði ekki farið vel þá hefði þessi sautján ára gamli strákur geta orðið fyrir aðkasti,“ sagði Neestrup í samtali við danska vefmiðilinn Bold eftir leik í gær. Jacob Neestrup, þjálfari FC KaupmannahafnarVísir/Getty Nú hafi Viktor tekið góð framfaraskref, náð að skora og leggja upp mörk en ekki orðið fyrir aðkasti þrátt fyrir að töp hafi læðst inn hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég man þegar að Orri var hjá okkur fyrir þremur árum síðan, þá vorum við í basli þegar að ég tók við liðinu í áttunda og svo níunda sæti dönsku deildarinnar. Hann spilaði nokkra leiki fyrst um sinn þar sem að hann brenndi af nokkrum færum, tapaði boltum og grátkórinn fór að hnýta í hann. Það var erfitt og ég dró lærdóm af þeirri biturri reynslu. Ef við hefðum unnið fimmtán leiki í röð þá hefði Viktor Bjarki ábyggilega fengið tækifærið hjá mér fyrr. Nú höfum við aðeins falið hann, séð um hann en þegar að hann á fullkomna frammistöðu í leik, eins og í kvöld, þá bankar hann fast á hurðina þegar kemur að meiri spilatíma. Það segir sig sjálft.“ Athyglisvert verður að sjá hvort Viktor Bjarki fái tækifærið í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar um komandi helgi þegar að liðið heimsækir AGF í afar mikilvægum leik þar sem að FC Kaupmannahöfn getur með sigri minnkað bilið í AGF á toppnum niður í þrjú stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki var á skotskónum í Meistaradeildinni í gær í 3-2 sigri á Parken gegn Kairat Almaty. Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni þetta tímabilið og sló hann met spænska ungstirnisins Lamine Yamal hjá Barcelona, með því að verða yngsti leikmaðurinn til þess að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni. Viktor Bjarki gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Fram á síðasta ári og eftir að hafa slegið í gegn með yngri liðum félagsins hefur hann reglulega fengið tækifæri með aðalliðinu á yfirstandandi tímabili, komið að mörkum bæði í dönsku deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni. En mörgum finnst Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hafa farið helst til of sparlega með Íslendinginn og telja að hann eigi skilið meiri spilatíma en Neestrup hefur sínar ástæður fyrir því, tímabilið hefur varið sveiflukennt hjá FC Kaupmannahöfn sem er að elta topplið AGF í deildinni heima fyrir. „Það má vel vera að ég hafi átt að gefa honum tækifæri fyrr og það hefði kannski alveg geta farið vel. En ef það hefði ekki farið vel þá hefði þessi sautján ára gamli strákur geta orðið fyrir aðkasti,“ sagði Neestrup í samtali við danska vefmiðilinn Bold eftir leik í gær. Jacob Neestrup, þjálfari FC KaupmannahafnarVísir/Getty Nú hafi Viktor tekið góð framfaraskref, náð að skora og leggja upp mörk en ekki orðið fyrir aðkasti þrátt fyrir að töp hafi læðst inn hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég man þegar að Orri var hjá okkur fyrir þremur árum síðan, þá vorum við í basli þegar að ég tók við liðinu í áttunda og svo níunda sæti dönsku deildarinnar. Hann spilaði nokkra leiki fyrst um sinn þar sem að hann brenndi af nokkrum færum, tapaði boltum og grátkórinn fór að hnýta í hann. Það var erfitt og ég dró lærdóm af þeirri biturri reynslu. Ef við hefðum unnið fimmtán leiki í röð þá hefði Viktor Bjarki ábyggilega fengið tækifærið hjá mér fyrr. Nú höfum við aðeins falið hann, séð um hann en þegar að hann á fullkomna frammistöðu í leik, eins og í kvöld, þá bankar hann fast á hurðina þegar kemur að meiri spilatíma. Það segir sig sjálft.“ Athyglisvert verður að sjá hvort Viktor Bjarki fái tækifærið í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar um komandi helgi þegar að liðið heimsækir AGF í afar mikilvægum leik þar sem að FC Kaupmannahöfn getur með sigri minnkað bilið í AGF á toppnum niður í þrjú stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira