Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 10:03 Viktor Bjarki Daðason fagnar eftir markið sem hann skoraði gegn Kairat í gærkvöld. EPA/Ida Marie Odgaard „Hann er með þetta allt saman,“ sagði Aron Jóhannsson um Viktor Bjarka Daðason sem Aron lýsir sem hinum íslenska Nick Woltemade. Viktor skoraði sitt annað mark í Meistaradeild Evrópu í gær, aðeins 17 ára gamall. Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira