Gjör­breytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap

Sindri Sverrisson skrifar
Patrik Schick skorar hér gegn Manchester City án þess að Nathan Ake komi vörnum við í kvöld.
Patrik Schick skorar hér gegn Manchester City án þess að Nathan Ake komi vörnum við í kvöld. Getty/Lee Parker

Leverkusen vann frábæran 2-0 útisigur gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Þetta var fyrsta tap City í Meistaradeildinni í vetur en liðið er með tiu stig í 6. sæti. Leverkusen er núna með átta stig í 13. sætinu.

City-liðið var gjörbreytt frá því í tapinu gegn Newcastle um helgina og á bekknum voru menn á borð við Erling Haaland, Rúben Dias, Josko Gvardiol, Gianluigi Donnarumma, Phil Foden og fleiri.

Alejandro Grimaldo skoraði fyrra mark gestanna á 23. mínútu með föstu skoti og Patrick Schick bætti seinna markinu við snemma í seinni hálfleik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira