Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 16:46 Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi símtal Kristrúnar Forstadóttur við forseta framkvæmdastjórnar ESB. Samsett Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. Í síðustu viku samþykktu aðildarríki Evrópusambandsins tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi, þrátt fyrir að bæði íslensk og norsk stjórnvöld hafi mótmælt því. Bæði Ísland og Noregur eru aðilar að EES-samningnum um efnahagsbandalag við Evrópusambandið. Í kjölfar niðurstöðunnar ræddi Kristún Frostadóttir forsætisráðherra við von der Leyen símleiðis til að tjá henni óánægju íslenskra stjórnvalda með ákvörðunina. Kristrún segir forsetann hafa staðfest að um sértækt tilvik væri að ræða og að það væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir. Þá ættu tollarnir ekki að hafa áhrif á EES-samninginn. Forsetinn helsti hvatamaður tollanna Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi símtalið og sagði það óraunhæft og ábyrgðarlaust að selja símtal við helsta hvatamann verndartollanna sem öryggistryggingu fyrir stöðu Íslands. Eitt símtal myndi ekki breyta texta EES-samningsins né réttarstöðu Íslands á innri markaðnum. „Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, hefur samkvæmt fréttaflutningi verið helsti hvatamaður þess að setja þessa tolla á til að verja um það bil átján hundruð störf innan ESB. Sama Ursula hringir svo í hæstvirtan forsætisráðherra Íslands og fullvissar hana um að þetta sé einstakt tilvik, ekki fordæmisgefandi og snúist ekki um EES-samninginn,“ sagði Guðrún undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Kristrún svaraði að ríkisstjórnin hefði komið því skilmerkilega til skila að þau væru ósátt við ákvörðunina en samt sem áður hefði verið um ákveðinn varnarsigur að ræða. Þrír fjórðu hlutar útflutningsins verða áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. Þrátt fyrir það sé þó um alvarlegt mál að ræða. Skortur á viðbrögðum Ráðherrann segir að verndartollarnir séu tímabundin ráðstöfun en huga þarf að því hvað gerist næst. „Spurningin sem við hljótum að velta fyrir okkur er: Hvað viljum við að gerist næst? Viljum við að þetta eyðileggi EES-samninginn? Viljum við að þetta skapi fordæmi? Viljum við fá yfirlýsingar Ursulu von der Leyen um að þetta þýði að EES-samningurinn sé kominn út í horn? Eða erum við ekki í þessum erfiðu aðstæðum að minnsta kosti ánægð að heyra að þetta voru þung skref fyrir Evrópusambandið að taka?“ spyr Kristrún. Guðrún segir að fjöldi tækifæra hafi legið fyrir til að standa vörð um samninginn þar sem í ellefu mánuði stóð til að setja tollana á. Málið átti að hafa verið rætt á mörgum fundum og símleiðis við forsætisráðherra Noregs en jafnframt liggi ekki fyrir að skýrt viðbragð hafi verið mótað við niðurstöðunni. „Þegar um er að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslensks atvinnulífs á undanförnum árum dugar ekki að segja eftir á að menn hafi rætt málin af mikilli alvöru. Íslenskt samfélag á rétt á að vita nákvæmlega í hverju hagsmunagæslan fólst,“ segir Guðrún og spyr hvort hagsmunagæslan sem ráðherrarnir stóðu í standist kröfur ríkisstjórnar sem segist verja EES-samninginn. Kristrún ítrekar mikilvægi þess að standa saman um umræddan samning. „Ég skil alveg að það sé vilji hér til að slá einhverjar pólitískar keilur í þessu máli en ég vil bara segja: Þarna úti er fylgst með hvernig við ræðum um þennan samning, hvaða væntingar við höfum til samningsins og skilaboðin frá íslenskum stjórnvöldum eru að við viljum að hann standi.“ Alþingi Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Utanríkismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Í síðustu viku samþykktu aðildarríki Evrópusambandsins tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi, þrátt fyrir að bæði íslensk og norsk stjórnvöld hafi mótmælt því. Bæði Ísland og Noregur eru aðilar að EES-samningnum um efnahagsbandalag við Evrópusambandið. Í kjölfar niðurstöðunnar ræddi Kristún Frostadóttir forsætisráðherra við von der Leyen símleiðis til að tjá henni óánægju íslenskra stjórnvalda með ákvörðunina. Kristrún segir forsetann hafa staðfest að um sértækt tilvik væri að ræða og að það væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir. Þá ættu tollarnir ekki að hafa áhrif á EES-samninginn. Forsetinn helsti hvatamaður tollanna Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi símtalið og sagði það óraunhæft og ábyrgðarlaust að selja símtal við helsta hvatamann verndartollanna sem öryggistryggingu fyrir stöðu Íslands. Eitt símtal myndi ekki breyta texta EES-samningsins né réttarstöðu Íslands á innri markaðnum. „Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, hefur samkvæmt fréttaflutningi verið helsti hvatamaður þess að setja þessa tolla á til að verja um það bil átján hundruð störf innan ESB. Sama Ursula hringir svo í hæstvirtan forsætisráðherra Íslands og fullvissar hana um að þetta sé einstakt tilvik, ekki fordæmisgefandi og snúist ekki um EES-samninginn,“ sagði Guðrún undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Kristrún svaraði að ríkisstjórnin hefði komið því skilmerkilega til skila að þau væru ósátt við ákvörðunina en samt sem áður hefði verið um ákveðinn varnarsigur að ræða. Þrír fjórðu hlutar útflutningsins verða áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. Þrátt fyrir það sé þó um alvarlegt mál að ræða. Skortur á viðbrögðum Ráðherrann segir að verndartollarnir séu tímabundin ráðstöfun en huga þarf að því hvað gerist næst. „Spurningin sem við hljótum að velta fyrir okkur er: Hvað viljum við að gerist næst? Viljum við að þetta eyðileggi EES-samninginn? Viljum við að þetta skapi fordæmi? Viljum við fá yfirlýsingar Ursulu von der Leyen um að þetta þýði að EES-samningurinn sé kominn út í horn? Eða erum við ekki í þessum erfiðu aðstæðum að minnsta kosti ánægð að heyra að þetta voru þung skref fyrir Evrópusambandið að taka?“ spyr Kristrún. Guðrún segir að fjöldi tækifæra hafi legið fyrir til að standa vörð um samninginn þar sem í ellefu mánuði stóð til að setja tollana á. Málið átti að hafa verið rætt á mörgum fundum og símleiðis við forsætisráðherra Noregs en jafnframt liggi ekki fyrir að skýrt viðbragð hafi verið mótað við niðurstöðunni. „Þegar um er að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslensks atvinnulífs á undanförnum árum dugar ekki að segja eftir á að menn hafi rætt málin af mikilli alvöru. Íslenskt samfélag á rétt á að vita nákvæmlega í hverju hagsmunagæslan fólst,“ segir Guðrún og spyr hvort hagsmunagæslan sem ráðherrarnir stóðu í standist kröfur ríkisstjórnar sem segist verja EES-samninginn. Kristrún ítrekar mikilvægi þess að standa saman um umræddan samning. „Ég skil alveg að það sé vilji hér til að slá einhverjar pólitískar keilur í þessu máli en ég vil bara segja: Þarna úti er fylgst með hvernig við ræðum um þennan samning, hvaða væntingar við höfum til samningsins og skilaboðin frá íslenskum stjórnvöldum eru að við viljum að hann standi.“
Alþingi Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Utanríkismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira