Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. nóvember 2025 18:24 Eberechi Eze hlóð í þrennu. Vísir/Getty Arsenal vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Tottenham í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn voru miklu mun líklegri til afreka frá fyrstu mínútu, en áttu þó í örlitlum erfiðleikum með að brótja vörn Tottenham á baka aftur framan af leik. Það tókst þó loksins á 36. mínútu þegar Leandro Trossard kom boltanum í netið áður en Eberechi Eze tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum síðar. Staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um 37 sekúndna gamall þegar Eze var aftur á ferðinni og bætti þriðja marki heimamanna við. Gestirnir í Tottenham náðu að minnka muninn á 55. mínútu þegar brasilíski framherjinn Richarlison lyfti boltanum yfir David Raya í marki Arsenal af löngu færi. Heimamenn létu það þó ekki á sig fá og Eberechi Eze fullkomnaði þrennu sína tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat. Nær komust gestirnir þó ekki og niðurstaðan varð að lokum öruggur 4-1 sigur Arsenal. Skytturnar tó Enski boltinn Fótbolti
Arsenal vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Tottenham í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn voru miklu mun líklegri til afreka frá fyrstu mínútu, en áttu þó í örlitlum erfiðleikum með að brótja vörn Tottenham á baka aftur framan af leik. Það tókst þó loksins á 36. mínútu þegar Leandro Trossard kom boltanum í netið áður en Eberechi Eze tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum síðar. Staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um 37 sekúndna gamall þegar Eze var aftur á ferðinni og bætti þriðja marki heimamanna við. Gestirnir í Tottenham náðu að minnka muninn á 55. mínútu þegar brasilíski framherjinn Richarlison lyfti boltanum yfir David Raya í marki Arsenal af löngu færi. Heimamenn létu það þó ekki á sig fá og Eberechi Eze fullkomnaði þrennu sína tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat. Nær komust gestirnir þó ekki og niðurstaðan varð að lokum öruggur 4-1 sigur Arsenal. Skytturnar tó