Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 19:09 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður Valberg Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin. Lögreglumál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin.
Lögreglumál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira