Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 17:32 Erling Haaland raðaði inn sextán mörkum í undankeppni HM og Noregur vann alla sína leiki. Getty/Andrea Staccioli Skrif sænska fótboltablaðamannsins Olof Lundh um hversu „aumkunarvert“ það sé að Norðmenn ætli að fagna því sérstaklega í Osló í dag, að vera komnir inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 1998, hafa vakið viðbrögð í Noregi. Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira