„Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2025 23:20 Guðrún Nordal er forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sýn Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám. Varðandi stöðu íslenskrar tungu í dag segir hún til dæmis mikilvægt að beina kastljósinu að lestri ungra barna. „Það vantar mjög mikið uppá þar og þetta vitum við. Svo er auðvitað máltæknin, að passa að byggja upp og halda áfram að byggja upp undirstöður fyrir því að við getum haft íslenskuna örugga í hinum stafræna heimi.“ „Við höfum auðvitað gert alveg ótrúlega stóra hluti þar á síðustu árum, en betur má ef duga skal,“ segir Guðrún sem fór yfir stöðu tungumálsins í kvöldfréttum Sýnar á degi íslenskrar tungu. Viðtalið við Guðrúnu hefst þegar um tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu Tungumálið hluti af innviðum landsins Guðrún segir að tungumálið sé hluti af innviðum landsins, tungumálið sé samskiptatæki og samskipti skipti máli. „Við verðum að tryggja að þau séu greið, þetta eru innviðir eins og samgöngutæki, önnur samskiptamiðlun eða aðferðir í samfélaginu. Við þurfum að tryggja að þetta sé aðgengilegt öllum. Það vantar svolítið upp á núna.“ Það sem almenningur geti lagt af mörkum sé fyrst og fremst að vilja varðveita stöðu tungunnar og vera meðvituð um hana. „Við sjáum hvað bókaútgáfa er ótrúlega auðug og fjölbreytt, þannig við erum að gera mjög mikið, það eru margir mjög jákvæðir hlutir.“ „Þú spurðir hvað væri að, en það er líka verið að gera mikið gott og við þurfum auðvitað að fagna því.“ Íslensk tunga Börn og uppeldi Menning Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 16. nóvember 2025 14:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Varðandi stöðu íslenskrar tungu í dag segir hún til dæmis mikilvægt að beina kastljósinu að lestri ungra barna. „Það vantar mjög mikið uppá þar og þetta vitum við. Svo er auðvitað máltæknin, að passa að byggja upp og halda áfram að byggja upp undirstöður fyrir því að við getum haft íslenskuna örugga í hinum stafræna heimi.“ „Við höfum auðvitað gert alveg ótrúlega stóra hluti þar á síðustu árum, en betur má ef duga skal,“ segir Guðrún sem fór yfir stöðu tungumálsins í kvöldfréttum Sýnar á degi íslenskrar tungu. Viðtalið við Guðrúnu hefst þegar um tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu Tungumálið hluti af innviðum landsins Guðrún segir að tungumálið sé hluti af innviðum landsins, tungumálið sé samskiptatæki og samskipti skipti máli. „Við verðum að tryggja að þau séu greið, þetta eru innviðir eins og samgöngutæki, önnur samskiptamiðlun eða aðferðir í samfélaginu. Við þurfum að tryggja að þetta sé aðgengilegt öllum. Það vantar svolítið upp á núna.“ Það sem almenningur geti lagt af mörkum sé fyrst og fremst að vilja varðveita stöðu tungunnar og vera meðvituð um hana. „Við sjáum hvað bókaútgáfa er ótrúlega auðug og fjölbreytt, þannig við erum að gera mjög mikið, það eru margir mjög jákvæðir hlutir.“ „Þú spurðir hvað væri að, en það er líka verið að gera mikið gott og við þurfum auðvitað að fagna því.“
Íslensk tunga Börn og uppeldi Menning Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 16. nóvember 2025 14:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 16. nóvember 2025 14:15