Sport

Mörk og fagnaðar­læti Íra í Búda­pest

Árni Jóhannsson skrifar
Troy Parrott, hetja Íra, svipti sig klæðum í fagnaðarlátunum.
Troy Parrott, hetja Íra, svipti sig klæðum í fagnaðarlátunum. Vísir / Getty

Írland verður þátttakandi í umspilinu um að komast á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu næsta sumar. Þeir lögðu Ungverja á útivelli í dag í ansi mögnuðum leik.

Heimamenn í Ungverjalandi komust yfir í tvígang en Troy Parrott sá til þess að Írland fagnaði í lok leiks. Kappinn skoraði þrjú mörk og tryggði Írum 2-3 sigur þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Sjón er sögu ríkari.

Klippa: Mörk og fögn í Búdapest



Fleiri fréttir

Sjá meira


×