Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 13:10 Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarlandsliðsþjálfari áður en hann tók við AB. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson er á heimleið til Íslands og verður næsti þjálfari FH í Bestu deildinni. Danska knattspyrnufélagið AB hefur nú formlega tilkynnt um brotthvarf hans sem sagt er vera af fjölskylduástæðum. Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar. Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Fannar Berg Gunnólfsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Jóa Kalla, tekur nú við sem aðalþjálfari og fær nýjan aðstoðarmann sé til fulltingis sem tilkynnt verður um síðar. Jói Kalli tók við AB í maí 2024, eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari og þar áður þjálfari ÍA, og hann stýrði danska liðinu í 54 leikjum. Hann skilur við liðið á toppi dönsku C-deildarinnar, eftir sextán leiki á yfirstandandi tímabili. Brotthvarf Jóa Kalla hefur lengi legið í loftinu eða frá því að Fótbolti.net greindi frá því í byrjun október að hann fengi það hlutverk að taka við af Heimi Guðjónssyni. Þungbær en nauðsynleg ákvörðun „Mér þykir leitt að þurfa að kveðja AB en þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka af fjölskylduástæðum,“ segir Jói Kalli á vef AB. „Síðustu 18 mánuðir hjá AB hafa verið algjörlega frábærir og fullir af stórkostlegum augnablikum. Leikmennirnir, starfsfólkið, sjálfboðaliðarnir, stuðningsmennirnir og aðrir hagsmunaaðilar gera þetta félag svo einstakt. Frá upphafi hef ég fundið fyrir hlýju og þakklæti frá umhverfi mínu, og þrátt fyrir að fara áður en markmiðum okkar er náð, er ég fullviss um að ég skilji við félagið á mjög góðum stað,“ segir Jói Kalli. Hann kveðst þess fullviss að Fannar sé rétti maðurinn til þess að leiða AB áfram og upp um deild. Fannar Berg Gunnólfsson (t.v.) starfaði einnig með Jóa Kalla hjá ÍA. Nú er hann orðinn aðalþjálfari AB.KFÍA Jen Chang, yfirmaður íþróttamála hjá AB, viðurkennir að vissulega sé ekki ákjósanlegt að þurfa að kveðja Jóa Kalla. Augljóslega engin óskastaða „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Joey og því hvernig hann sér fótbolta og ég hef notið þess að vinna með honum. Brottför hans er augljóslega ekki niðurstaða sem við óskuðum okkur. Hins vegar höfum við vitað um nokkurt skeið að vegna fjölskylduaðstæðna Joey heima á Íslandi var þetta möguleiki – en við vonuðum að staðan myndi breytast. Því miður verðum við að sætta okkur við ákvörðun hans núna og halda áfram,“ segir Chang. Fannar þakklátur fyrir tækifærið Fannar, sem einnig starfaði með Jóa Kalla hjá ÍA, er afar stoltur af því að taka nú við sem nýr aðalþjálfari: „Þetta sögufræga félag býr yfir svo miklum möguleikum og ég er fullviss um að við sem félag getum haldið áfram að bæta okkur og þróast með harðfylgi, svo að við náum markmiðum okkar saman. Joey og ég deilum sömu hugmyndafræði, svo ég er spenntur fyrir því að halda áfram að vinna með og fullkomna leikstíl okkar og auðkenni. Þegar ég kom hingað fyrst í fjórar vikur til að hjálpa Joey árið 2024 gat ég ekki ímyndað mér hversu mikið þessi staður myndi enda á að þýða fyrir mig. Við fjölskylda mín höfum komið okkur vel fyrir hér og við erum þakklát fyrir tækifærið til að halda áfram því sem við höfum byrjað á. Ég lofa stuðningsmönnunum að vinnan mun ekki stöðvast og við munum leggja okkur fram á hverjum einasta degi til að gera þá stolta af okkur,“ segir Fannar.
Danski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira