Úkraína - Ís­land 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Ís­lendinga

Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa
Hörður Björgvin Magnússon var mættur í vörn Íslands eftir mikla fjarveru og er hér í baráttu við Vladyslav Vanat.
Hörður Björgvin Magnússon var mættur í vörn Íslands eftir mikla fjarveru og er hér í baráttu við Vladyslav Vanat. Getty/Sebastian Frej

Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM.

Íslandi hefði dugað jafntefli til að ná 2. sæti D-riðils og komast í HM-umspilið í lok mars en þess í stað fer Úkraína í það umspil.

Lengi vel var útlit fyrir að raunin yrði önnur en Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir á 83. mínútu, einn og óvaldaður með skalla af fjærstöng. Oleksiy Gutsulyak bætti svo við marki seint í uppbótartíma og sigur Úkraínu staðreynd, tuttugu mánuðum eftir að Úkraína vann 2-1 sigur gegn Íslandi í úrslitaleik umspils um sæti á EM.

Uppgjörið, viðtöl og einkunnir koma inn á Vísi innan skamms...

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira