Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2025 22:43 Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra í dag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum. Bjarni Einarsson Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. Í fréttum Sýnar fórum við í innviðaráðuneytið þar sem ráðherrann Eyjólfur Ármannsson tók fram landabréfabókina þegar Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson mætti á fund hans í morgun til að mæla fyrir því að tvenn göng um Mjóafjörð, svokölluð Fjarðagöng, ættu að vera næst í röðinni. Erlendur benti ráðherranum á að með Fjarðagöngum yrði jafnlangt fyrir Seyðfirðinga að keyra í álverið í Reyðarfirði eins og fyrir Norðfirðinga. Fjarðagöng tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með tvennum göngum um Mjóafjörð og skapa um leið hringleið um Mið-Austurland.Gtafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Já, ég frétti að það væri jafnlangt - á stærsta vinnustaðinn,“ skaut Eyjólfur að. Erlendur afhenti svo undirskriftalistana sem 2.133 hafa ritað nafn sitt undir. Þar er skorað á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Ráðherrann spurði hvort undirskriftirnar væru allsstaðar að af landinu og fékk það svar að þær væru langmest að austan. Greinar eftir tvo fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar til stuðnings Fjarðarheiðargöngum birtust í Morgunblaðinu þann 28. október. Nýleg greinaskrif tveggja fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar lýsa áhyggjum Seyðfirðinga um að þrettán kílómetra löng Fjarðarheiðargöng fari aftar í röðina eftir að ráðherrann kvaðst óbundinn af fyrri forgangsröðun. „Hvorki ég né Alþingi Íslendinga erum skuldbundin af fyrri samgönguáætlun. Þetta er endurskoðun,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Ráðherrann vildi þó í dag ekki gefa upp hvorn kostinn hann velji. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð. Þau yrðu 13,4 kílómetra löng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við erum bara að vinna þetta út frá okkar forsendum. Hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og gott fyrir íslenskt samfélag og samfélagið fyrir austan.“ En hversvegna ættu Fjarðagöng að koma á undan, að mati undirskriftasafnarans? „Þau eru í senn ódýrari, fljótlegri í framkvæmd, viljum við meina, og hafa meiri samfélagslegan ávinning fyrir allt Mið-Austurland,“ svarar Erlendur Magnús, forsvarsmaður undirskriftasöfnunarinnar. „Síðan má skoða hvaða leið er heppilegust til að tengja firðina við Héraðið. Hugsanlega gætu það orðið Fjarðarheiðargöng seinna. Þetta bara snýst um forgangsröðun; að byrja á réttu verkefni,“ segir Erlendur. Erlendur Magnús Jóhannsson fer fyrir söfnun undirskriftanna.Bjarni Einarsson En það er ekki víst að Austfirðir fái næstu göng. Ráðherra segir að fjármagn verði aukið til að undirbúa fleiri jarðgöng. „Við ætlum að fara í rannsóknir á fleiri stöðum en hefur verið gert. Ekki bara að séu ein sem eru á hillunni. Við skoðum bara allt landið og tökum ákvörðun út frá því hvað við teljum hagkvæmast fyrir íslenskt samfélag að taka fyrst,“ segir ráðherra samgöngumála. Norðfjarðargöng voru síðustu jarðgöng sem grafin voru á Austfjörðum. Þau voru opnuð árið 2017.Jóhann K. Jóhannsson „Framtíðardraumur minn er að geta verið með tvenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Það getum við ekki. Þannig að við byrjum með ein. Svo tökum við næstu. Og vonandi þegar við förum í þriðju, þá getum við verið kannski með tvenn jarðgöng á hverjum tíma. En þetta snýst allt um fjármagn. Fjármálarammi liggur fyrir í fjármálaáætlun fyrir 2026 til 2030.“ Ráðherra samgöngumála með undirskriftalistana og fylgiskjöl.Bjarni Einarsson En hvenær mun ákvörðun um næstu jarðgöng liggja fyrir? „Ég mun mæla fyrir tillögu núna á næstu vikum til samgönguáætlunar. Þá mun það koma fram hvernig við lítum á þessa áætlun um jarðgöng.“ En hvenær á svo að byrja að bora næstu göng? „2027. Við stefnum ótrauð á 2027. Vonandi kannski eitthvað næsta haust. Ég veit það ekki. En 2027. Við stefnum á það. Vonandi að það takist. En ég lofa engu en það er skýrt markmið,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér: Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. 27. ágúst 2025 15:10 Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Í fréttum Sýnar fórum við í innviðaráðuneytið þar sem ráðherrann Eyjólfur Ármannsson tók fram landabréfabókina þegar Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson mætti á fund hans í morgun til að mæla fyrir því að tvenn göng um Mjóafjörð, svokölluð Fjarðagöng, ættu að vera næst í röðinni. Erlendur benti ráðherranum á að með Fjarðagöngum yrði jafnlangt fyrir Seyðfirðinga að keyra í álverið í Reyðarfirði eins og fyrir Norðfirðinga. Fjarðagöng tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með tvennum göngum um Mjóafjörð og skapa um leið hringleið um Mið-Austurland.Gtafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Já, ég frétti að það væri jafnlangt - á stærsta vinnustaðinn,“ skaut Eyjólfur að. Erlendur afhenti svo undirskriftalistana sem 2.133 hafa ritað nafn sitt undir. Þar er skorað á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Ráðherrann spurði hvort undirskriftirnar væru allsstaðar að af landinu og fékk það svar að þær væru langmest að austan. Greinar eftir tvo fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar til stuðnings Fjarðarheiðargöngum birtust í Morgunblaðinu þann 28. október. Nýleg greinaskrif tveggja fyrrverandi bæjarstjóra Seyðisfjarðar lýsa áhyggjum Seyðfirðinga um að þrettán kílómetra löng Fjarðarheiðargöng fari aftar í röðina eftir að ráðherrann kvaðst óbundinn af fyrri forgangsröðun. „Hvorki ég né Alþingi Íslendinga erum skuldbundin af fyrri samgönguáætlun. Þetta er endurskoðun,“ segir Eyjólfur Ármannsson. Ráðherrann vildi þó í dag ekki gefa upp hvorn kostinn hann velji. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð. Þau yrðu 13,4 kílómetra löng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Við erum bara að vinna þetta út frá okkar forsendum. Hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og gott fyrir íslenskt samfélag og samfélagið fyrir austan.“ En hversvegna ættu Fjarðagöng að koma á undan, að mati undirskriftasafnarans? „Þau eru í senn ódýrari, fljótlegri í framkvæmd, viljum við meina, og hafa meiri samfélagslegan ávinning fyrir allt Mið-Austurland,“ svarar Erlendur Magnús, forsvarsmaður undirskriftasöfnunarinnar. „Síðan má skoða hvaða leið er heppilegust til að tengja firðina við Héraðið. Hugsanlega gætu það orðið Fjarðarheiðargöng seinna. Þetta bara snýst um forgangsröðun; að byrja á réttu verkefni,“ segir Erlendur. Erlendur Magnús Jóhannsson fer fyrir söfnun undirskriftanna.Bjarni Einarsson En það er ekki víst að Austfirðir fái næstu göng. Ráðherra segir að fjármagn verði aukið til að undirbúa fleiri jarðgöng. „Við ætlum að fara í rannsóknir á fleiri stöðum en hefur verið gert. Ekki bara að séu ein sem eru á hillunni. Við skoðum bara allt landið og tökum ákvörðun út frá því hvað við teljum hagkvæmast fyrir íslenskt samfélag að taka fyrst,“ segir ráðherra samgöngumála. Norðfjarðargöng voru síðustu jarðgöng sem grafin voru á Austfjörðum. Þau voru opnuð árið 2017.Jóhann K. Jóhannsson „Framtíðardraumur minn er að geta verið með tvenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Það getum við ekki. Þannig að við byrjum með ein. Svo tökum við næstu. Og vonandi þegar við förum í þriðju, þá getum við verið kannski með tvenn jarðgöng á hverjum tíma. En þetta snýst allt um fjármagn. Fjármálarammi liggur fyrir í fjármálaáætlun fyrir 2026 til 2030.“ Ráðherra samgöngumála með undirskriftalistana og fylgiskjöl.Bjarni Einarsson En hvenær mun ákvörðun um næstu jarðgöng liggja fyrir? „Ég mun mæla fyrir tillögu núna á næstu vikum til samgönguáætlunar. Þá mun það koma fram hvernig við lítum á þessa áætlun um jarðgöng.“ En hvenær á svo að byrja að bora næstu göng? „2027. Við stefnum ótrauð á 2027. Vonandi kannski eitthvað næsta haust. Ég veit það ekki. En 2027. Við stefnum á það. Vonandi að það takist. En ég lofa engu en það er skýrt markmið,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér:
Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. 27. ágúst 2025 15:10 Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. 27. ágúst 2025 15:10
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51